Skip to main content

Félagsráðgjöf, starfsréttindanám

Félagsráðgjöf: Starfsréttindanám

120 einingar - MA gráða

. . .

MA nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf er skipulagt sem tveggja ára fullt nám (120e). Stór hluti námsins felst í starfsþjálfun sem fer fram á stofnunum utan HÍ undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara. Að loknu MA námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf geta nemendur sótt um löggild starfsréttindi í félagsráðgjöf til landslæknis.

Námið

MA nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf er skipulagt sem tveggja ára fullt nám (120e). Í náminu öðlast
nemendur færni til að starfa sem félagsráðgjafar.

Starfsnám

Stór hluti námsins felst í starfsþjálfun sem fer fram á stofnunum utan HÍ undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands með fyrstu einkunn (7,25). Nemendur skulu hafa lokið BA prófi áður en þeir hefja MA nám til starfsréttinda.

Umsagnir nemenda

Thelma Þorbergsdóttir
Nemandi í félagsráðgjöf

Nám í félagsráðgjöf er bæði fjölbreytt og skemmtilegt og ekki skemmir fyrir að fjölbreytileg atvinnutækifæri bíða manns að námi loknu. Í náminu hef ég vaxið og þroskast sem einstaklingur og í átt að fagmennsku.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Nemendur hljóta fræðilega þekkingu og klíníska þjálfun í vinnuaðferðum félagsráðgjafa og sækja m.a. námskeið um viðtalstækni, vinnu með börnum og unglingum,
hópvinnu, fjölskylduvinnu og meðferð.

Texti hægra megin 

Starfsréttindi

Að loknu BA námi í félagsráðgjöf og MA námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf geta nemendur sótt um löggild starfsréttindi í félagsráðgjöf til landlæknis.

Hafðu samband

Skrifstofa Félagsráðgjafardeildar
Gimli, G-103
Opið 10-12 & 13-15.30 virka daga
Netfang: felagsradgjof@hi.is
Sigrún Dögg Kvaran, verkefnisstjóri, 525-5408

Upplýsinga- & þjónustuborð
Félagsvísindsviðs

Gimli v/Sæmundargötu, 1. hæð
Opið 8-16 virka daga
Sími: 525-5870
Netfang gimli.info@hi.is