Skip to main content

Rannsóknir

Kennarar við Félags- og mannvísindadeild reka öflugt rannsóknastarf, bæði í einyrkjastarfi og í samstarfi við aðra aðila, innlenda sem erlenda. Í tengslum við rannsóknir sínar reka fjölmargir rannsóknasetur.

Fastir kennarar deildarinnar eru virtir fræðimenn sem tekið hafa þátt í mótun þjóðfélagsumræðunnar bæði hér á landi og erlendis. Rannsóknarvirkni þeirra er með því besta sem gerist við Háskóla Íslands. Kennarar birta greinar í virtum tímaritum og gefa út bækur sem m.a. nýtast nemendum í námi sínu.

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 1986. Hlutverk hennar er m.a. að efla félags- og mannvísindi á Íslandi með hagnýtum og fræðilegum rannsóknum. Sem dæmi um rannsóknarsvið stofnunarinnar eru kjarakannanir, menntarannsóknir, vinnustaðaúttektir, rannsóknir á kynbundnum launamun og viðhorfakannanir. Innan Félagsvísindastofnunar starfar fjöldi sjálfstæðra rannsóknastofa sem tengjast rannsóknarverkefnum kennara.