Skip to main content

Félagslíf Viðskiptafræðideild

Félagslíf Viðskiptafræðideild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Mágus, félag viðskiptafræðinema
Mágus er fjölmennasta nemendafélag skólans og skipuleggur fjölda viðburða á hverju skólaári, þ.á.m. árshátíð, íþróttamót og vísindaferðir. Tilgangur Mágusar er að vinna að félagslegum og hagsmunalegum málefnum viðskiptafræðinema og vera málsvari þeirra innan skólans og utan.
Mágus er aðili að Nordic Economics Students’ Union (NESU) sem eru samtök viðskipta- og hagfræðinema á Norðurlöndum. Haldin er árleg ráðstefna á vegum samtakanna sem viðskiptafræðinemum gefst kostur á að taka þátt í.

Maestro, félag meistaranema
Maestro er félag meistaranema við Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands. Tilgangur Maestro er að vinna að hagsmunamálum nemenda og stuðla m.a. að faglegri umræðu meðal félagsmanna, ásamt því að skipuleggja viðburði og annað félagslíf meðlima.

Seigla, félag doktorsnema á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands
 

Upplýsingar um félagslíf í Háskóla Íslands