Skip to main content

Stefna í alþjóðasamskiptum

Veturinn 1998-1999 samdi alþjóðaráð að beiðni rektors fyrstu drög að stefnu Háskóla Íslands í alþjóðasamskiptum. Á grundvelli þeirra vann undirbúningshópur rektors fyrir háskólafund í samvinnu við alþjóðaráð drög II sem lögð voru fram til umræðu og afgreiðslu á háskólafundi 16. og 17. nóvember 2000. Á fundinum var samþykkt að fresta afgreiðslu draganna og vísa þeim til alþjóðaráðs og deilda til umsagnar. Undirbúningshópur rektors fór yfir þær athugasemdir og tillögur sem fram komu og undirbjó á grundvelli þeirra drög III. Stefna Háskóla Íslands í alþjóðasamskiptum var samþykkt með áorðnum breytingum á háskólafundi 23. febrúar 2001.