Skip to main content

Áhrif af drykkjuskap mæðra

Björk Guðjónsdóttir MA í mannfræði frá Félags- og mannvísindadeild

Björk skoðaði margslungna sjálfsmynd tíu kvenna sem ólust upp við drykkjuskap móður sinnar sem og móður-dóttur tengsl.

Rannsóknin leiddi í ljós sérlega sterk tengsl móður og dóttur, þó ýmist jákvæð eða neikvæð. Af gögnunum má sjá að dæturnar virðast hafa orðið fyrir andlegu áfalli er þær komust að drykkju móður sinnar. 

Björk Guðjónsdóttir

Björk skoðaði margslungna sjálfsmynd tíu kvenna sem ólust upp við drykkjuskap móður sinnar sem og móður-dóttur tengsl.

Björk Guðjónsdóttir

Þær dætur sem þátt tóku í rannsókninni og misnotuðu áfengi og aðra vímugjafa á unglingsárum sínum, túlkuðu það gjarnan sem andóf gagnvart móður sinni og jafnvel samfélaginu sem þeim fannst hafa brugðist þeim.

Niðurstöður benda til þess að verndun fjölskyldu og heimilis hafi verið mjög ríkjandi þáttur hjá konunum og skömmina vegna drykkju móður var farið með sem leyndarmál meðal þeirra.

Leiðbeinandi: Dr. Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Félagsvísindadeild.