Skip to main content

Möguleikar fyrir doktorsnema

Doktorsnemar eiga kost á að sækja um Erasmus+ styrk til styttri eða lengri starfsþjálfunar eða rannsóknarvinnu hjá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum innan Evrópu. Einnig er hægt að sækja um styrk fyrir þátttöku á ráðstefnum. Þannig gefst doktorsnemum tilvalið tækifæri til að öðlast alþjóðlega reynslu meðan á náminu stendur. 

Nemendur geta sótt um styrk fyrir eftirfarandi möguleikum:

  • Hefðbundin dvöl (2-12 mánuðir)
  • Styttri dvöl (5-30 dagar)
  • Starfsþjálfun 
  • Rannsóknarvinna 
  • Ráðstefnur
  • Klínísk þjálfun á sjúkrastofnun (nemendur í heilbrigðisvísindum)

Nemendur sækja um styrkinn hjá Alþjóðasviði. Umsóknarfrestur er 1. apríl á ári hverju. Heimilt er að sækja um eftir auglýstan umsóknarfrest en þeir sem sækja um fyrir 1. apríl hafa forgang við úthlutun styrkja.