Háskóli Íslands

Um Menntavísindasvið

Menntavísindasvið menntar kennara fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla, uppeldis- og menntunarfræðinga, íþrótta- og heilsufræðinga, tómstunda- og félagsmálafræðinga og þroskaþjálfa.

Í öllu námi við Menntavísindasvið eru sterk tengsl við starfsvettvang þeirra stétta sem sviðið menntar, s.s. skóla og aðrar stofnanir samfélagsins. Námið veitir fjölbreytt atvinnutækifæri og er góður undirbúningur undir frekara nám.

Á Menntavísindasviði eru stundaðar fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntunar, uppeldis og þjálfunar í þeim tilgangi að skapa nýja þekkingu, íslensku samfélagi til hagsbóta. Áhersla er lögð á öfluga stoðþjónustu við nám, kennslu og rannsóknir.

Við Menntavísindasvið starfar stór hópur vel menntaðra kennara á breiðu sviði fræða, listsköpunar og starfsgreina.

Nám á Menntavísindasviði er ýmist staðbundið nám, fjarnám eða sveigjanlegt nám.

Menntavísindasvið hefur aðsetur í Stakkahlíð, Skipholti og Bolholti í Reykjavík.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is