Háskóli Íslands

Þjónusta

Skrifstofa Menntavísindasviðs skiptist í almenna skrifstofu og kennsluskrifstofu. Undir skrifstofu sviðsins heyra einnig Menntasmiðja og bókasafn.

Á almennu skrifstofunni er tekið við erindum til forseta sviðsins og þar er miðstöð kynningarmála, fjármála og starfsmannamála á sviðinu.

Skrifstofan er á 1. hæð við Stakkahlíð - í Múla.


Á kennsluskrifstofu er verkefnisstjórn fyrir deildir Menntavísindasviðs, vettvangsnám, alþjóðamál og umsjón með meistaraverkefnum. Þar er haldið utan um námsferla nemenda og unnið að kennsluskrá, inntökumálum, stundatöflugerð, stofubókunum, brautskráningu ofl. fyrir sviðið.
Kennsluskrifstofa sinnir einnig allri almennri þjónustu við nemendur, kennara og deildir.

Kennsluskrifstofan er á 1. hæð við Stakkahlíð - í Enni.

Menntavísindastofnun er rannsókna- og fræðastofnun sem sinnir einnig starfsþróun á vettvangi menntavísindasviðs.  Menntavísindastofnun er í Hamri.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is