Háskóli Íslands

Doktorsnám

Doktorsnám á Menntavísindasviði er þvert á deildir. Í boði eru tvær námsleiðir:

  • Menntavísindi, Ph.D.,180-240 e (tímaritsgreinar eða ritgerð)
  • Menntavísindi, Ed.D., 180 e

Markmið doktorsnáms við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er að efla hæfni kandídata til að stunda sjálfstæðar vísindalegar rannsóknir og fræðastörf. Jafnframt hefur doktorsnám á sviðinu þann tilgang að efla íslenskar rannsóknir á sviði umönnunar, þjálfunar, uppeldis-, tómstundastarfs og menntunnar.

Doktorsnám við Menntavísindasvið byggist á eftirfarandi þáttum:

  • Námskeiðum í aðferðafræði
  • Öðrum námskeiðum til dýpkunar á því sérsviði sem neminn fjallar um. Þau námskeið eru valin í samráði við leiðbeinendur
  • Námsdvöl við erlendan háskóla. Við það er miðað að kandídat dveljist 2-6 mánuði við erlendan háskóla
  • Virkri þátttöku í fræðasamfélaginu. Kandídatar skulu verja einni önn hið minnsta við Menntavísindasvið HÍ
  • Doktorsverkefni

Skipan doktorsnáms og ráðning leiðbeinenda við vinnslu doktorsverkefna er ákveðin af umsjónarmanni doktorsnáms í samráði við doktorsráð.

Viðmið og kröfur um gæði í doktorsnámi

Á Menntavísindasviði er doktorsnám í boði þvert á deildir og hafa forsetar fræðasviða skipað doktorsráð til að vinna að þróun og uppbyggingu námsins (sjá viðauka A). Núverandi ráð starfar samkvæmt stefnu sem var mótuð árið 2009. Kapp hefur verið lagt á að mynda námssamfélag sem styður jafnt við leiðbeinendur sem nema. Haldið hefur verið sérstakt námskeið fyrir nýja leiðbeinendur á sviði menntarannsókna með stuðningi frá Nordforsk. Hugtakið doktorsskóli er notað yfir alla þá dagskrá sem doktorsnemum og leiðbeinendum stendur til boða á Menntavísindasviði.

Samfélagið hefur mótast um leið og það hefur vaxið og eflst. Í doktorsskólanum eru reglulegar málstofur og hafa þær verið haldnar í samstarfi við doktorsnema, rannsóknastofur innan sviðsins og með gestafyrirlesurum.

Hluti af gæðamati doktorsnámsins felst í ströngu en uppbyggilegu áfangamati þar sem nemi kynnir efni rannsóknar sinnar í opinberum fyrirlestri og tekur við athugasemdum og leiðbeiningum 4-5 manna matsnefndar á lokuðum fundi. Hluti matsnefndar eru utanaðkomandi aðilar frá öðrum stofnunum á Íslandi eða erlendis frá.

Nemar sækja formleg námskeið innan Menntavísindasviðs, í öðrum deildum háskólans eða við erlenda háskóla. Sviðið gerir kröfur um að doktorsnemar sinni fræðistörfum við erlenda háskóla eða rannssóknastofnanir í tvo til sex mánuði á meðan námið stendur yfir. Auk þess er ár hvert boðið upp á lesnámskeið sem stofnuð eru í samræmi við áhuga, viðfangsefni og þarfir nema. Erlendir vísindamenn taka þátt í mats- og doktorsnefndum, auk þess sem þeir halda fyrirlestra, kenna og ræða við doktorsráð og bjóða einstaka nemum einstaklingsleiðsögn um verkefni sín.

Margir aðilar við MVS og HÍ koma að rekstri og þróun námsins. Í doktorsnámi skiptir samstarf leiðbeinenda og nema miklu máli, en til að það verði skilvirkt og framsækið skiptir mestu að það sé hluti af öflugu samfélagi þar sem allir taka virkan þátt og bera sameiginlega ábyrgð á að skapa krefjandi og eftirsóknarvert námsumhverfi.

Umsókn um doktorsnám í Háskóla Íslands

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is