Háskóli Íslands

Brautskráning

Brautskráning - Staðfestingareyðublöð

Lokað hefur verið fyrir rafræna skráningu

Þeir nemendur Menntavísindasviðs sem hyggjast brautskrást þurfa að vera skráðir í áætlaða brautskráningu í nemendaskrá HÍ og sjá skráninguna í UGLU. Jafnframt þurfa þeir að senda inn staðfestingu á áætlaðri brautskráningu til Kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs með a.m.k. 5 vikna fyrirvara.

Staðfesta þarf áætlaða brautskráningu í júní fyrir 10. maí 2017.

Rafrænt eyðublað til að staðfesta áætlaða brautskráningu með grunndiplómu eða viðbótardiplómu:

DIPLÓMA - brautskráning (25. júní)

Rafrænt eyðublað til að staðfesta áætlaða brautskráningu með bakkalárgráðu eða meistaragráðu:

BA/B.Ed./BS eða MA/M.Ed./MS - brautskráning (24. júní)

Brautskráningarathafnir Háskóla Íslands eru tvisvar á ári;

•    brautskráning í júní fyrir nemendur sem klára nám sitt í maí.
•    brautskráning í febrúar fyrir nemendur sem klára í desember.

Þeir sem ljúka námi á sumarmisseri (í september) brautskrást í október, en þar sem engin athöfn er í október geta þeir sótt skírteini sín á Kennsluskrifstofu sviðsins í lok október. Þeir geta jafnframt tekið þátt í athöfn í febrúar, kjósi þeir svo.

Nemendur sem ljúka grunndiplómu (60e á bakkalárstigi) eða viðbótardiplómu (30 eða 60e á meistarastigi) taka ekki þátt í brautskráningarathöfn HÍ, heldur einungis nemendur sem ljúka bakkalár- og meistaraprófum (180e BA, B.Ed. eða BS, eða 120e MA, M.Ed. eða MS).

Ef nemandi er ekki skráður í brautskráningu, brautskráist hann ekki þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll önnur skilyrði til þess.

Þeir nemendur sem eru skráðir til brautskráningar en eru ekki í skilum við bókasafn og/eða smiðju 3 vikum fyrir brautskráningardag, eiga á hættu að verða ekki brautskráðir á áætluðum tíma.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is