Skip to main content

Grunnnám við Matvæla- og næringarfræðideild

Grunnnám við Matvæla- og næringarfræðideild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Við Matvæla- og næringarfræðideild er boðið upp á BS-nám í matvælafræði og næringarfræði. BS-námið er 180 einingar til þriggja ára.

BS-námið er mjög fjölbreytt og kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðutímum, dæmatímum, verklegum æfingum og verkefnavinnu. Nemendur eru yfirleitt fáir á hverju ári og tengsl innan nemendahópsins og við kennara náin. Námið veitir mjög góðan undirbúning fyrir framhaldsnám og margvísleg atvinnutækifæri.

Í BS-náminu er lögð áhersla á:

  •  Sjálfstæði 
  •  Vísindaleg vinnubrögð
  •  Lausnamiðað nám
  •  Raunhæf verkefni
  • Nýsköpun

BS-nám í matvælafræði er þverfaglegt og byggir á grunni raun- og lífvísinda og verk- og tæknifræði en veitir einnig innsýn í heilbrigðisvísindi,
samfélagsfræði, rekstur, umhverfismál og margt fleira. Þannig eru 7 námskeið sameiginleg með nemendum í næringarfræði og 12 námskeið sameiginleg með lífefna- og sameindalíffræði. 

BS-nám í næringarfræði er einnig þverfaglegt og byggir á  grunni raun- líf og heilbrigðisvísinda en veitir einnig innsýn í samfélagsfræði, sálfræði, samtalstækni, rekstur, umhverfismál og margt fleira.
 

Tengt efni