Háskóli Íslands

Umsókn

Doktorsnám

Enginn fastur umsóknarfrestur er um doktorsnám í lýðheilsuvísindum. Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, publichealth@hi.is

Umsókn um doktorsnám

Fylgigögn:

  • Námsferill í grunn- og framhaldsnámi. Sé námsferill frá öðrum skóla en HÍ ber að skila staðfestu afriti og öllu jöfnu er beðið um að viðkomandi skóli sendi gögn beint á skrifstofu námsins. Hafi námi verið lokið erlendis er einnig nauðsynlegt að fram komi upplýsingar um einkunna og einingakerfi viðkomandi skóla.
  • Starfsferils- og ritverkaskrá umsjónarkennara/leiðbeinanda. Umsjónarkennarar og leiðbeinendur sem áður hafa verið með doktorsnema við deildirnar þurfa ekki að skila þessum hluta.

Leiðbeiningar um rannsóknaráætlun og aðrar upplýsingar koma fram á umsóknareyðublaði.

Umsókn og fylgigögnum skal skilað á skrifstofu Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, Stapa v. Hringbraut, 101 Reykjavík.

Umsóknir um doktorsnám eru lagðar fyrir Námsstjórn lýðheilsuvísinda. Samþykki stjórnin umsækjanda eru umsóknargögn send rannsóknarnámsnefnd til umfjöllunar. Umsækjandi er því næst kallaður fyrir nefndina. Frá því að námsstjórn samþykkir að senda umsókn til rannsóknarnámsnefndar og þar til formleg umsögn berst frá nefndinni geta liðið allt að 4-5 mánuðir. Umsækjendur geta sótt um að skrá sig í námskeið meðan beðið er.

Meistaranám

Umsóknarfrestur um meistaranám í lýðheilsuvísindum fyrir haustmisseri er 15. apríl og umsóknum fyrir vormisseri ber að skila fyrir 15. október. Vegna uppbyggingar námsins mælum við frekar með að nemendur hefji nám á haustmisseri.

Allar umsóknir eru lagðar fyrir námsstjórn, á sérstökum fundi, eftir auglýstan umsóknarfrest. Ákvörðun námsstjórnar er síðan send nemendum með pósti og í netpósti. Að öllu jöfnu er umsóknum svarað um tveimur til þremur vikum eftir auglýstan umsóknarfrest.

Hér má finna nánari upplýsingar um rafræna umsókn og fylgigögn

Viðbótardiplóma á framhaldsstigi

Umsóknarfrestur í diplómanámið er 5. júní. Umsóknir eru afgreiddar af skrifstofu námsins og jafnframt lagðar fyrir námsstjórn. Ákvörðun námsstjórnar er síðan send nemendum með pósti og í netpósti. Að öllu jöfnu er umsóknum svarað um tveimur vikum eftir auglýstan umsóknarfrest.

Hér má finna nánari upplýsingar um rafræna umsókn og fylgigögn

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is