Háskóli Íslands

Um brautina

Miðstöð í lýðheilsuvísindum

Dagleg umsýsla með náminu er í höndum Miðstöðvar HÍ í lýðheilsuvísindum (MLV). Auk þess að sinna kennslu og skipulagi kjarnafaga námsins, umsjón og aðstoð við nemendur, sér skrifstofan um skipulag styttri námskeiða, málþinga og fyrirlestra, oft í samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir sem og aðrar deildir HÍ.

Heimilisfang skrifstofu MLV er:
Sturlugata 8
101 Reykjavík


 

Forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum er Unnur Anna Valdimarsdóttir.
Fyrirspurnir má senda á publichealth@hi.is

Þverfræðileg nálgun í alþjóðlegu samstarfi

Stofnun framhaldsnáms í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands var liður í framkvæmd þeirrar stefnu að nýta fjölbreytt fræðasvið og alþjóðleg tengsl skólans til þess að efla þverfræðilegt nám og rannsóknir.

Markmið lýðheilsuvísinda við Háskóla Íslands er að tengja saman vandað framhaldsnám og rannsóknir á sviðum lýðheilsu og birta niðurstöður í viðurkenndum vísindatímaritum á alþjóðavettvangi.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is