Háskóli Íslands

Rannsóknir

Undirritun samstarfssamnings Embættis landlæknis og Háskóla Íslands 2014

Miðstöð í lýðheilsuvísindum, MLV, er rannsóknarstofnun Háskóla Íslands á sviðum lýðheilsu. Rannsóknir eru unnar í samstarfi við innlenda og erlenda fagaðila.

Auk þess að sinna kennslu og leiðsögn nema eru kennarar námsins mjög virkir í eigin rannsóknum. Af stærri samstarfsverkefnum má nefna:

Heilsusaga Íslendinga
(SAGA Cohort), í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands, Lífsýnabanka Landspítala – háskólasjúkrahúss og ýmsar erlendar vísindastofnanir. Heilsusaga Íslendinga hefur jafnframt samstarf við Íslenska Erfðagreiningu um vistun lífsýna og framkvæmd erfðafræðirannsókna. Heilsusaga Íslendinga er hluti af Global Cohort Initiative sem er alþjóðleg samvinna nokkurra áþekkra ferilrannsókna sem skipulagðar eru víðsvegar í heiminum

NORDRESS
er norrænt rannsóknarsamstarf og öndvegissetur um náttúruvá og öryggi samfélaga. Íslenskir vísindamenn fara fyrir þessu setri og hlaut það 420 milljóna króna rannsóknastyrk frá NordForsk árið 2014.

ToPCaP eru alþjóðleg samtök vísindamanna um framþróun þekkingar á krabbameini í blöðruhálskirtli.

"Stress response to a lung cancer diagnosis" Rannsóknarverkefni styrkt af Rannís. Samstarfsaðili er Landsspítali-Háskólasjúkrahús, en auk vísindamanna þar koma að verkefninu vísindamenn við Læknadeild Hí, Harvard School og Public Health, Háskólann í Reykjavík, Karolinska Instetutet, TU Dresden og Örebro Universitet.

Helstu rannsóknarsvið við MLV má sjá á myndinni hér að neðan en nánari upplýsingar um verkefni nemenda við námsbrautina er að finna undir flipunum "Lokaverkefni" og "Rannsóknarverkefni og niðurstöður" hér til hliðar.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is