Háskóli Íslands

Námsmat og reglur

Námsmat er í formi skriflegra prófa, verkefna og/eða ritgerða. Í sumum námskeiðum er krafa um mætingu. Upplýsingar um áætlað námsmat er að finna á heimasíðum námskeiða og í kennsluskrá en kennari kynnir endanlegt námsmat við upphaf kennslu.

Nánar má lesa um skyldunámskeið og endurtekningu prófa í reglum um námsframvindu hér neðar.

Leiðbeiningar um frágang lokaverkefna má nálgast undir flipanum "Ritgerðir/verkefni" hér til hliðar.

Reglur um nám í lýðheilsuvísindum

Reglur um mat á öðru námi í MPH og PhD nám í lýðheilsuvísindum

Reglur um námsframvindu og endurinntöku í þverfræðilegt nám í lýðheilsuvísindum

Reglur um námslok í próflausum áföngum í lýðheilsuvísindum

Reglur um meistaranám við Heilbrigðisvísindasvið (ásamt sérreglum deilda)

Reglur um doktorsnám og doktorspróf við Heilbrigðisvísindasvið

Reglur Háskóla Íslands

Um ráðvendni í námi og meðferð heimilda
Námsstjórn í lýðheilsuvísindum telur óráðvendni í námi mjög alvarlegt brot. Þar er meðal annars, en ekki eingöngu, átt við ritstuld, falsanir af öllu tagi, notkun og kynningu á verkefnum eða vinnu annarra eins og hún væri manns eigin og allar tilraunir til að hafa rangt við á prófum. Námsstjórn gengur mjög ákveðið eftir því að í slíkum málum sé beitt viðurlögum, sbr. 51gr. reglna Háskóla Íslands um réttindi og skyldur nemenda og agaviðurlög og 54. gr. reglna um kennslu, kennsluhætti og meðferð heimilda.

Kennarar námsins nota Turnitin hugbúnaðinn sem hluta af gæðamati á lokaverkefnum, sem og skilaverkefnum og ritgerðum í einstökum námskeiðum.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is