Skip to main content

Móttaka nýnema lýðheilsuvísinda

Móttaka nýnema lýðheilsuvísinda - á vefsíðu Háskóla Íslands

Við upphaf kennslu á haustmisseri bjóðum við nýjum nemendum til kynningarfundar. Þar fá nemendur stutta kynningu á náminu og tækifæri til að spyrja kennara, aðra nemendur og starfsfólk um það sem helst brennur á þeim við upphaf námsins.

Meistaranemar fá einnig einstaklingsviðtal, við upphaf námskeiðsins ,,Verklag í vísindum“, þar sem hugmyndir að lokaverkefni eru ræddar.

Háskóli Íslands býður alla nýnema velkomna á sérstökum nýnemadögum í upphafi skólaárs þar sem boðið er upp á skemmtilega og gagnlega viðburði. Helstu þjónustustofnanir skólans eru með kynningarbása og Stúdentaráð býður nýnemum í gönguferð um háskólasvæðið. Hægt er að kynna sér ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi fyrstu skrefin, þjónustu við nema, húsnæði og fleira á nýnemasíðu Háskóla Íslands.

Fræðasvið skólans standa einnig fyrir kynningarfundum fyrir nýnema og tímasetningar þeirra má jafnan finna á viðburðadagatali Háskólans.

Við hvetjum alla nýnema og aðra stúdenta til að mæta á kynningarfund námsins og að taka þátt í nýnemadögum HÍ.