Háskóli Íslands

Móttaka nýnema

Meistaranám

Handbók MPH nema

Við upphaf kennslu á haustmisseri bjóðum við nýjum nemendum til kynningarfundar. Forstöðumaður námsins, starfsfólk Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum og eldri nemendur svara spurningum, kynna starfsemi MLV og félagslíf.

Í upphafi skólaárs eru haldnir nýnemadagar í Háskóla Íslands þar sem boðið er upp á skemmtilega og gagnlega viðburði. Þá eru nýir nemendur boðnir velkomnir og þeim kynnt lífið og þjónusta sem er veitt í Háskólanum.Dagskrá nýnemadaga fer að mestu fram á Háskólatorgi. Boðið er upp á gönguferðir og kynningu á háskólasvæðinu, örfyrirlestra um námsráðgjöf og skiptinám, kynningu á þjónustu og margt fleira. Upplýsingaborð fyrir nýnema er á Háskólatorgi og þar geta nemendur fengið svör við fjölmörgum spurningum um námið, skólann og félagslífið.

Ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir nýnema má finna á vef Háskóla Íslands.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is