Háskóli Íslands

Lýðheilsuvísindi

Kennsla í lýðheilsuvísindum hófst við Háskóla Íslands í september árið 2007. Að náminu standa  allar deildir Heilbrigðis- og Félagsvísindasviðs ásamt Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands sem jafnframt hefur umsjón með náminu.  Breidd Háskóla Íslands, þverfræðileg nálgun og alþjóðleg tengsl gera nemendum kleift að velja úr miklum fjölda valnámskeiða og móta þannig námið í átt að sínu áhugasviði.

Nám í lýðheilsuvísindum er vettvangur vandaðra rannsókna á heilsufari og áhrifavöldum þess og er góður undirbúningur fyrir þá sem vilja leiða heilsueflingarstarf á eigin starfsvettvangi, ætla sér leiðtogahlutverk á hinum fjölmörgu sviðum heilbrigðismála eða vilja helga sig rannsóknum á sviðum lýðheilsu.

Þrjár námsleiðir eru í boði:


Lýðheilsuvísindin eru þverfræðileg; brautskráningardeild MPH og Ph.D nema er sú deild þar sem leiðbeinandi í rannsóknarverkefni situr.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is