Háskóli Íslands

Kennarar

Fastráðnir kennarar, aðjúnktar og nýdoktorar

Kennararnir okkar koma öll að leiðsögn í lokaverkefnum nemenda; ýmist sem leiðbeinendur, nefndarmenn eða með almennri ráðgjöf og aðstoð.  Þau sinna öll kennslu í skyldunámskeiðum lýðheilsunnar að einhverju marki. Að auki sinna mörg þeirra nefndarsetu, bæði innan og utan HÍ, og, síðast en ekki síst, eru þau öll mjög virk í eigin rannsóknarstarfi.

Rannsóknarvirkni kennaranna okkar og tengingar þeirra vegna rannsóknarsamstarfs hérlendis og erlendis er einn mikilvægasti hlekkurinn í stöðugri þróun námsins.

Lista yfir birtingar kennara og doktorsnema má lesa hér.

Arna Hauksdóttir, dósent. Arna lauk grunnnámi í sálfræði frá HÍ og doktorsprófi í faraldsfræði frá Karolinska Instetutet í Stokkhólmi. Hún situr í doktorsnámsnefnd Heilbrigðisvísindasviðs. Arna hefur umsjón með námskeiðinu Lýðheilsa: Vísindi, stjórnmál, forvarnir. Rannsóknaráhersla Örnu snýr að faraldsfræðilegum rannsóknum á áhrifum streitu og áfalla á sálræna og líkamlega líðan.
Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

Gunnar Tómasson, aðjúnkt.

Helga Zoëga, dósent. Helga lauk grunnnámi í stjórnmálafræði frá HÍ, meistaranámi í megindlegum aðferðum frá Columbia University í NY og doktorsprófi í lýðheilsuvísindum frá HÍ. Rannsóknir Helgu eru flestar á sviði lyfjafaraldsfræði og snúast um orsakir og afleiðingar geðlyfjanotkunar barna og ófrískra kvenna, þar á meðal fæðingaútkomur, ADHD, námsframvindu. Helga er rannsóknarleyfi til 2016.
Viðtalstímar á fimmtudögum kl. 13:00-16:00. Bóka viðtal

Héðinn Svarfdal Björnsson, aðjúnkt. Héðinn er verkefnisstjóri á Embætti landlæknis og umsjónarkennari námskeiðsins Áhrifavaldar heilbrigðis, forvarnir og heilsuefling.

Jóhanna Eyrún Torfadóttir. Jóhanna lauk grunnnámi í matvælafræði frá HÍ, meistaranámi í næringarfræði frá HÍ (var einnig gestanemandi hjá Kaupmannahafnarháskóla), og doktorsprófi í lýðheilsuvísindum frá HÍ. Hún er nýdoktor við Rannsóknarstofu í næringarfræði, HÍ. Rannsóknir Jóhönnu eru flestar á sviði næringarfaraldsfræði og snúast um næringu og krabbamein í blöðruhálskirtli.

Kristjana Einarsdóttir, lektor. Kristjana lauk grunnnámi í líffræði með áherslu á erfðafræði frá HÍ og doktorsnámi í erfðafræðilegri faraldsfræði (genetic epidemiology) við Karolinska Institute í Stokkhólmi.  Rannsóknarbakgrunnur Kristjönu er margþættur og beindist fyrst að erfðafræði og faraldfræði krabbameina og faraldsfræði hjartasjúkdóma.  Rannsóknir hennar núna beinast mestmegnis að þáttum sem tengjast heilsu á meðgöngu og fæðingarútkomum.
Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

Ólöf Elsa Björnsdóttir. Ólöf Elsa lauk grunnnámi í hjúkrunarfræði og meistaranámi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og hefur haft umsjón með námskeiðinu Lýðheilsa á vettvangi. Hún starfar nú sem hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala Hringsins.

Sigrún Helga Lund, lektor. Sigrún Helga lauk grunnnámi í stærðfræði og doktorsnámi í tölfræði við HÍ. Hún er lektor í líftölfræði við námsbrautina, og kemur því að kennslu og umsjón námskeiða, auk þess að veita nemendum og starfsfólki ráðgjöf við tölfræðiúrvinnslu í rannsóknarverkefnum.
Viðtalstímar á miðvikudögum. Bóka viðtal

Thor Aspelund, prófessor. Thor lauk doktorsprófi í tölfræði frá University of Iowa. Hann hefur umsjón með tölfræðikennslu við námsbrautina. Hann er einnig tölfræðingur Hjartaverndar. Sérsvið Thors er tölfræði og hagnýting hennar í líf- og heilbrigðisvísindum, lifunargreining, lógístísk aðhvarfsgreining, áhættulíkön, ROC greining, greining á endurteknum mælingum, SAS, STATA, R.
Viðtalstímar á föstudögum kl.13:00-15:30. Bóka viðtal

Tryggvi Þorgeirsson, aðjúnkt. Tryggvi lauk námi í læknisfræði frá HÍ og meistaranámi í lýðheilsuvísindum frá Harvard School of Public Health. Hann hefur umsjón með námskeiðinu Áhrifavaldar heilbrigðis, heilsuefling og forvarnir. Hann er einnig læknir á Landspítalanum og stýrir sprotafyrirtæki sem vinnur að gerð heilsuapps fyrir ungt fólk. Rannsóknaráhugi Tryggva snýr einkum að atferlishagfræði og bættum aðferðum til að hvetja fólk til heilbrigðara lífernis.

Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor.  Unnur  lauk grunnnámi í sálfræði frá HÍ og doktorsprófi í faraldsfræði frá Karolinska Instetutet í Stokkhólmi. Hún er umsjónarmaður  námsins og forstöðumaður Miðstöðvar HÍ í lýðheilsuvísindum. Unnur hefur umsjón með námskeiðunum Faraldsfræði, megindleg aðferðarfræði og Verklag í vísindum. Rannsóknir Unnar snúa flestar að áhrifum streitu á heilsufar og þróun sjúkdóma, þá sérstaklega á þróun krabbameins.
Viðtalstímar eftir samkomulagi.

Heiðursdoktor
Hans-Olov Adami, prófessor við Harvard School of Public Health.
 

Stundakennarar, leiðbeinendur og nefndarmenn

Doktorsnemarnir okkar eru flestir mjög virkir í kennslu og leiðsögn meistaranema.

Listi yfir aðra sem sem sinnt hafa leiðsögn eða nefndarsetu í meistara- og doktorsnefndum, og eða stundakennslu í námskeiðum við námsbrautina. Of langt mál er að telja upp menntun og rannsóknarsvið þessa fjölhæfa hóps, en þeim sem starfa við HÍ má fletta upp á hér.

Gott samstarf við svo fjölbreyttan hóp af hæfum fræðimönnum er ein af undirstöðum námsins.

(Við reynum að uppfæra þennan lista eftir því sem við á en starfstitlar og vinnustaðir breytast oft á tíðum. Þá gæti vantað nöfn á listann og biðjumst við velvirðingar á því. Allar leiðréttingar eru því vel þegnar á publichealth@hi.is)

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is