Háskóli Íslands

Inntökuskilyrði

Doktorsnám

Umsækjendur um doktorsnám í lýðheilsuvísindum þurfa að hafa lokið meistaraprófi í lýðheilsuvísindum eða sambærilegu námi. Drög að rannsóknaráætlun má senda á kennara námsins, unnurav@hi.is, áður en formlegri umsókn er skilað. nánar

Meistaranám

Umsækjendur um meistaranám í lýðheilsuvísindum þurfa að hafa lokið B.S, B.A. prófi eða jafngildri prófgráðu frá háskóla. Ekki er gerð krafa um grunnnám í ákveðnum námsgreinum, en skipulag námsins gerir ráð fyrir að nemendur hafi bakgrunn í aðferðafræði.

Við mat á umsækjendum er tekið mið af eftirfarandi:

  • Frammistöðu í grunnnámi.  Námsstjórn horfir til raðeinkunnar og miðað er við að umsækjandi sé a.m.k. úr efri helmingi raðeinkunnar í viðkomandi útskriftarárgangi í grunnnámi. Einnig er tekið mið af árangri í einstaka námskeiðum í grunnnámi (t.d. aðferðafræði).
  • Greinargerð um reynslu, fræðilegt áhugasvið, fyrri störf og reynslu. Greinagerðinni skal skilað á stöðluðu formi sem sótt er hér:  Greinagerð með umsókn um MPH nám
  • Álíti námsstjórn að umsækjanda skorti nauðsynlegan bakgrunn í aðferða- eða tölfræði getur námsstjórn gert kröfu um að umsækjandi ljúki fornámi og/eða diplómanámi í lýðheilsuvísindum áður en sótt er að nýju um inntöku í meistaranámið.

Við inntöku nemenda er einnig reynt að stuðla að því að nemendahópurinn búi yfir fjölbreyttum fræðilegum bakgrunni. nánar

Viðbótardiplóma

Umsækjendur um diplómanám í lýðheilsuvísindum þurfa að hafa lokið B.S/B.A. prófi eða jafngildri prófgráðu frá háskóla. nánar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is