Háskóli Íslands

Líffræði

Markmið líffræðinámsins eru:

 • Að veita nemendum staðgóða þekkingu á grunngreinum líffræðinnar
 • Að kynna nemendur fyrir aðferð vísinda, hvernig afla má nýrra þekkingar og stunda rannsóknir í líffræði


Nám

BS-nám í líffræði er þriggja ára nám (180 einingar) sem lýkur með prófgráðunni baccalaureus scientiarum (BS).

Námið er afar viðfeðmt og fjallar um: 

 • byggingu og starfsemi frumna 
 • byggingu, eftirmyndun, starfsemi og þróun erfðaefnisins DNA
 • byggingu lífvera, allt frá veirum og bakteríum upp í flóknar fjölfruma lífverur
 • þroskun, vöxt og lífeðlisfræði lífvera
 • þróun lífsins og uppruna og skyldleika tegundanna
 • samskipti lífvera í stofnum og samfélögum lífvera 
 • eiginleika og virkni vistkerfa
 • lífríki hafsins og stofna nytjafiska
 • líffræði mannsins og áhrif hans á vistkerfi jarðar 

 

Flórgoði
Mynd af flórgoða tók Óskar Sindri Gíslason.

Fyrstu tvö árin byggjast á nauðsynlegum skyldunámskeiðum í líffræði og efnafræði. Á þriðja ári geta nemendur valið námskeið sem falla að áhugasviði þeirra. Til dæmis geta nemendur sem hafa áhuga á sameindalíffræði einbeitt sér að greinum eins og frumulíffræði og sameindaerfðafræði, þeir sem aðhyllast greinar sem tengjast þróunar- og vistfræði geta sótt námskeið í sjávarlíffræði og fiskifræði, plöntuvistfræði og umhverfisfræði, stofnerfðafræði, fuglafræði og vatnalíffræði svo fátt eitt sé nefnt.

Auðlindir og lífríki sjávar

Nám sem tengist rannsóknum og nýtingu auðlinda hafsins er ákaflega mikilvægt fyrir Ísland. Lífríki sjávar er fjölbreytilegt og forvitnilegt, en enn er margt á huldu um lifnaðarhætti sjávarlífveranna. Við Háskóla Íslands eru kennd mörg námskeið sem tengjast rannsóknum og nýtingu auðlinda sjávar. Unnt er að velja úr fjölda valnámskeiða svo sem: Fiskalíffræði, Sjávarhryggleysingjar, Sjávar-, vatna- og fiskivistfræði, Atferlisfræði, Eiturefnavistfræði, Fiska-og samanburðarlífeðlisfræði, Haffræði, Lífmælingar II, Líkön og gögn, Forritun með R og Vistfræði hvala (sjá nánar á www.marine.is).

Mynd af taugum og stoðfrumum í þroskun auga ávaxtaflugunar
Mynd af taugum (bláir strengir) og stoðfrumum í þroskun auga ávaxtaflugunar. Mynd tók Sigríður R. Franzdóttir.


Kennsla

Námið er bæði bóklegt og verklegt. Í verklegum æfingum kynnast nemendur m.a. plöntum, dýrum, örverum og lögmálum erfðafræði. Bóklegt nám er stutt fyrirlestrum og í mörgum tilfellum umræðutímum, dæmatímum og æfingum.


Framtíðar og atvinnumöguleikar

Líffræðinám er fjölbreytt og góður undirbúningur fyrir margvísleg störf. Stóraukin áhersla á sjálfbæra nýtingu lífrænna auðlinda, náttúruverndarmál, umhverfismál og heilbrigðismál kallar á vel menntað fólk á sviðum líffræðinnar. Mikil þörf er á menntuðum líffræðingum til kennslu við framhaldsskóla landsins.

Líffræðin hefur reynst góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í sameindaerfðafræði, sjávarlíffræði, umhverfisfræði, lífefnafræði, læknavísindum og líftækni og einnig sem grunnur fyrir dýralæknanám.


Húsnæði

Bókleg og verkleg kennsla fer að mestu leyti fram í Öskju, en nokkur námskeið eru kennd í VR-I og VR-II.


Félagslíf

Nemendafélag líffræðinema heitir Haxi heldur uppi mjög öflugu starfi fyrir nemendur.


Hafa samband

Nemendaþjónusta VoN veitir allar nánari upplýsingar um námið.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is