Háskóli Íslands

Lífefna- og sameindalíffræði


Raunvísindadeild og Líf- og umhverfisvísindadeild standa sameiginlega að námsbraut í lífefna- og sameindalíffræði. Um er að ræða þriggja ára BS-nám (180 ECTS).

Boðið er upp á tvö kjörsvið, annars vegar í lífefnafræði og hins vegar í sameindalíffræði.Þeir sem velja lífefnafræði sem kjörsvið brautskrást frá Raunvísindadeild og þeir sem velja sameindalíffræði sem kjörsvið brautskrást frá Líf- og umhverfisvísindadeild.
Námið er sameiginlegt nám fyrstu tvö árin en á þriðja ári er geta nemendur valið um sérhæfðari námskeið.
Kenndur er grunnur að sameindalíffræði og lífefnafræði sem tekur m.a. til örverufræði, frumulíffræði, eðlisfræði, stærðfræði, efnafræði og lífrænnar efnafræði.

Námið mótast m.a. af byltingu í lífvísindum og læknavísindum sem fylgir í kjölfar raðgreiningar á erfðamengi mannsins og fleiri lífvera.
Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér hugmyndafræði og aðferðir raunvísinda og læri að beita þeim við rannsóknir á stórsameindum og líffræðilegum fyrirbærum.

Námið opnar tækifæri til framhaldsnáms til meistara- eða doktorsgráðu.


Atvinnumöguleikar

Lífefna- og sameindalíffræðingar með BS-próf hafa þjálfun til starfa við rannsóknir og til starfa í framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum. Margir starfa einmitt á sviðum þar sem er mikil gróska og nýsköpun. Lífefnafræðingar og sameindalíffræðingar starfa m.a. hjá lyfjafyrirtækjum, matvælastofnunum, líftæknifyrirtækjum, heilbrigðisstofnunum, menntastofnunum, framleiðslufyrirtækjum og hjá rannsóknarfyrirtækjum.

Sjá nánar í kennsluskrá


Hafa samband

Nemendaþjónusta VoN veitir allar nánari upplýsingar um námið.
 

 

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is