Háskóli Íslands

Próf/próftöflur

Sjúkra- og endurtökupróf vormisseris 2017

Próftafla Lagadeildar vor 2017

Próftímabil

Skrifleg próf á haustmisseri eru haldin á tímabilinu 2. - 16. desember 2016 og á vormisseri 25. apríl til 10. maí 2017. Einungis skráðum nemendum er heimilt að þreyta próf og er skráning í námskeið jafnframt skráning í próf.

Haustmisseri:

 • Síðasti dagur til úrskráningar úr námskeiðum/prófum á haustmisseri er 1. október
 • Próf í Inngangi að lögfræði verður haldið laugardaginn 24. september 2016
 • Almenn próf haustmisseris verða haldin 2. - 16. desember 2016.
 • Munnleg próf: uppröðun í próf verður sett á heimasíðu hvers námskeiðs u.þ.b. viku fyrir hvert próf.
 • ATH. tekið verður tillit til nemenda í meistaranámi sem eru skráðir í munnleg próf tvo eða fleiri daga í röð.
 • Nemendur geta séð sína próftöflu inn í Uglu.
 • SÉRÚRRÆÐANEMAR: Upplýsingar um sætisskipan ykkar eru á vegum Námsráðgjafar

Vormisseri

 • Síðasti dagur til úrskráningar úr námskeiðum/prófum á vormisseri er 1. febrúar
 • Almenn próf vormisseris verða haldin 25. apríl til 10. maí 2017.

Athygli nemenda er vakin á því að mikilvægt er að kynna sér allar reglur og tímasetningar varðandi próftíma, skráningar í og úr prófum, prófsýningar og sjúkrapróf.
Reglur HÍ um próf
Reglur Lagadeildar um próf.
Próftöflur, skipan í stofur og aðrar upplýsingar um próf.

Veikindi í prófi

 • Nemandi sem veikist og getur þar af leiðandi ekki þreytt próf skal skila læknisvottorði til Þjónustuborðs á Háskólatorgi, innan þriggja daga frá prófdegi. Ef próf er á mánudegi er síðasti skiladagur vottorðs fimmtudagur, ef próf er á þriðjudegi er síðasti skiladagur vottorðs föstudagur, ef próf er á miðvikudagi, fimmtudagi eða föstudagi er síðasti skiladagur vottorðs mánudagur.
 • Eftirlit með vottorðum um veikindi verður hert og leitað samstarfs við heilbrigðisyfirvöld til að tryggja áreiðanleika vottorða.

Sjúkra- og sérstök endurtökupróf

Deildir Félagsvísindasviðs nýta sér heimild til að halda sjúkra- og sérstök endurtökupróf beggja missera að vori. Sjúkra- og sérstök endurtökupróf verða haldin í þeim námskeiðum þar sem nemendur hafa verið veikir eða fallið.

Nemendum, sem skráðir eru í námskeið í öðrum deildum en þeim sem tilheyra Félagsvísindasviði, ber að kynna sér reglur viðkomandi deildar/sviðs um fyrirkomulag sjúkra- og sérstakra endurtökuprófa þar.

Sjúkra- og sérstök endurtökupróf* á Félagsvísindasviði

 • Sjúkrapróf og sérstök endurtökupróf vegna haustmisseris verða haldin 17.-23. maí 2017.
 • Sjúkrapróf og sérstök endurtökupróf vegna vormisseris verða haldin 1. -  8. júní 2017.

Sjúkra og upptökupróf í Inngangi að lögfræði er haldið í verkefnaviku haustmisseris - nánar hér
 

*Skilyrði sem nemandi þarf að uppfylla til að mega skrá sig í sérstök endurtökupróf

 • Nemendur verða að hafa þreytt próf í námskeiði til að geta skráð sig í sérstakt endurtökupróf. Mæti nemandi ekki í próf í námskeiði á almennu prófatímabili, getur hann ekki nýtt sér sérstakt endurtökupróf.
 • Nemendur greiða 6.000 kr. fyrir hvert endurtökupróf sem þeir skrá sig í. 

Úrsögn úr prófum og veikindi

Stúdent sem mætir ekki til prófs sem hann er skráður í fær fjarvist færða á feril sinn. Stúdent sem getur ekki þreytt próf vegna veikinda ber að skila læknisvottorði til nemendaskrár innan þriggja daga frá prófdegi.

Nemendur geta skráð sig úr prófum í Uglunni eigi síðar en:
1. október vegna prófa á haustmisseri.
1. febrúar vegna prófa á vormisseri.


Skráning í þessi próf þarf að fara fram um leið og einkunnir berast, eða þegar vottorði er skilað,  með tölvupósti til nemskra@hi.is. Þar þarf að koma fram nafn, kennitala, námskeiðsnúmer og heiti námskeiðs.

Uppröðun prófa

Uppsetning á próftöflum grunnnáms í Lagadeild er þannig að próf innan hvers árs dreifast jafnt yfir próftímabilið. Námskeið innan hvers árs fara í hring þannig að próf sem var fyrsta próf á síðasta ári verður annað prófið, annað prófið verður þriðja prófið og svo koll af kolli.

Undantekning er fyrsta árið en þar er próf í Heimspekilegum forspjallsvísindum alltaf  snemma á prófatímabili  og Almenn lögfræði alltaf í lokin.

Hafi prófin á öðru ári t.d. verið þannig síðast: Samningaréttur 7. des., Skaðabótaréttur 13. des. og Stjórnsýsluréttur I 20. des., leiðir reglan til þess að á næstu próftöflu er Stjórnsýsluréttur I ca 7. des., Samningaréttur 13. des. og Skaðabótaréttur ca. 20. des. Próf á þriðja ári eru aldrei á sömu dögum en yfirleitt daginn eftir eða daginn áður en prófin á öðru ári.

Nemendur sem eru komnir á þriðja ár en eiga eftir próf af fysta og öðru ári, geta þar af leiðandi lent í því að þurfa að taka þrjú próf á þrjá daga í röð. Við því er ekkert að gera og þurfa nemendur að hafa þetta í huga þegar þeir sleppa prófum.

 

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is