Háskóli Íslands

LL.M nám í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti

Við Lagadeild Háskóla Íslands er boðið upp á sérhæft nám fyrir lögfræðinga sem vilja sérhæfa sig í lagareglum sem gilda um auðlindir og umhverfi með áherslu á íslensk, evrópsk og alþjóðleg sjónarmið. Námið fer eingöngu fram á ensku.

NáttúrumyndNámið er 90ECTS einingar, þar af 30-60 eininga lokaritgerð. Hægt er að ljúka náminu á einu ári með því að skrifa ritgerðina um sumar en það er ekki skilyrði.

Nemendum stendur til boða að ljúka náminu á lengri tíma en einu ári, sem gerir námið að spennandi kosti fyrir fólk sem hefur áhuga á náminu samhliða vinnu.

Skv. 3. gr. reglna um um alþjóðlegt meistaranám í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti er heimilt samkvæmt umsókn frá meistaranema, sem berst Lagadeild eigi síðar en 15. júní fyrir næstkomandi háskólaár, eftir atvikum 5. febrúar, að veita honum undanþágu frá því að þreyta próf í einstökum námskeiðum, enda sýni hann fram á með viðeigandi gögnum að hann hafi þegar stundað sambærilegt nám á meistarastigi við aðra háskóla. Meistaranema er skylt að þreyta próf í öðrum námskeiðum í meistaranámi.

Umsóknarfrestur fyrir haustmisseri er 15. apríl á ári hverju og 15. október fyrir vormisseri. Umsóknarfrestur fyrir nemendur utan Norðurlanda er 1. febrúar fyrir bæði misserin.

Eftirtalin gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • Staðfest afrit af prófskírteinum ef fyrra nám er frá öðrum á háskólum en Háskóla Íslands
  • Skrifleg og undirrituð meðmæli frá tveimur einstaklingum sem þekkja vel til umsækjanda
  • Kynningarbréf

Nánari upplýsingar um umsókn vegna LL.M. náms má finna hér

Fylgiblað með umsókn- meðmæli (.pdf)

Reglur um LL.M. nám  (.pdf)

LL.M. námskeið

LLM bæklingur

 

Lokaritgerð

Eftirfarandi skal hafa í huga varðandi skil:

  • Skila á ritgerðum með þessu forsíðu sniðmáti
  • Skila á ritgerðum á þjónustuborðið í Gimli fyrir lokun kl. 16:00 þann 5. september.
  • Skila á ritgerð í 3 eintökum
  • Skila Turnitin skýrlsu með lokaritgerð, þ.e  útprentuðu eintaki af kvittun (digital receipt) fyrir skilum ritgerðar í Turnitin. Jafnframt þarf að skila rafrænu eintaki Turnitin skýrslu (originality report) til leiðbeinanda.
  • Skila á rafrænu eintaki inn á stafrænt gagnasafn lokaverkefna "Skemmuna" hjá Landsbókasafni eru ítarlegar leiðbeiningar .  Prenta þarf út seinni tölvupóst sem berst frá "Skemmunni" þar sem fram kemur að verkið hafi verið yfirfarið og samþykkt og skila inn með ritgerðinni á þjónustuborðið. Á sömu slóð er að finna eyðublað sem heitir "Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna í Landsbókasafni".  Þetta þarf að prenta og fylla út og skila inn með ritgerðinni.  Á þessu eyðublaði er hægt að stýra því hvernig aðgangur er heimilaður að ritgerðinni á bókasafninu.
  • Skila inn enskri þýðingu á heiti ritgerðar á sér blaði.
  • Skila inn á einu A4 blaði með stuttum úrdrætti úr ritgerðinni (ekki setja inn í innbundnu ritgerðina).

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is