Háskóli Íslands

Lífeðlisfræði/eðlisfræði

Lífeðlisfræðistofnun er vettvangur rannsókna- og þróunarstarfs á fræðasviðum lífeðlisfræði. Stofnunin heyrir undir Læknadeild en veitir öllum fastráðnum kennurum HÍ í lífeðlisfræði rannsóknaraðstöðu, hvar í deild sem þeir eiga heima.  Einnig veitir hún vísindamönnum á öðrum fræðasviðum aðstöðu eftir því sem aðstæður leyfa og efni standa til.

Sérfræðingar stofnunarinnar vinna að fjölmörgum rannsóknarverkefnum varðandi lífeðlisfræði manna, spendýra, fugla og fiska.  Starfsmenn stofnunarinnar hafa birt fjölda vísindagreina í ritrýndum tímaritum, bókum, ráðstefnuritum og víðar.

Sérfræðingar stofnunarinnar annast alla kennslu í lífeðlisfræði við HÍ. Kennslan er þó formlega undir stjórn hverrar deildar fyrir sig.  Þeir sjá einnig um lífeðlisfræðikennslu í heilbrigðisverkfræði í Háskólanum í Reykjavík samkvæmt sérstökum samningi.  Jafnframt þessu hafa starfsmenn stofnunarinnar tekið að sér kennslu í lífeðlisfræði við Háskólann á Akureyri og aðra skóla.


Hlutverk stofnunarinnar er fjölþætt:
 

  • Rannsóknir í lífeðlisfræði
  • Eflir tengsl rannsókna og lífeðlisfræðikennslu
  • Leggur til aðstöðu til verklegrar kennslu í lífeðlisfræði
  • Styður við kennslu og þjálfun í vísindalegum vinnubrögðum
  • Stuðlar að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila
  • Þjónusturannsóknir
  • Gefur út og kynnir niðurstöður rannsókna
  • Veitir upplýsingar og ráðgjöf
  • Gengst fyrir ráðstefnum, námskeiðum og fyrirlestrum

 

Starfsmenn:

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is