Háskóli Íslands

Inntökuskilyrði í talmeinafræði

Nemendur sem hefja meistaranám í talmeinafræði skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:

a. Hafa lokið BA, B.Ed. eða BS prófi með að jafnaði 1. einkunn
b. Hafa lokið eftirfarandi námskeiðum eða námskeiðum sem metin eru sambærileg af viðkomandi deild Háskóla Íslands:

  I.   Málfræði (íslenska/almenn málvísindi) – 40 einingar
    i. Málkerfið - hljóð og orð ÍSL209G (10e)
    ii. Setningar og samhengi ÍSL321G (10e)
    iii. Tal- og málmein AMV309G (10e)
    iv. Máltaka barna ÍSL508G (10e)
       
       
  II.   Sálfræði – 35 einingar
    i. Tölfræði I SÁL102G (10e)
    ii. Tölfræði II SÁL203G (5e)
    iii. Þroskasálfræði SÁL414G (10e)
    iv.

Mælinga- og próffræði SÁL418G (10e)

Önnur námskeið en forkröfunámskeiðin og mat á þeim

Önnur sambærileg grunnnámskeið sem nemendur kynnu að hafa í upphafi náms verða metin sérstaklega, t.d. ef nemandi hefur lokið grunnnámi í talmeinafræði við erlendan háskóla. Nemandi getur óskað eftir að námskeið sem hann hefur tekið en fellur ekki undir tilgreindar forkröfur verði metið til fulls. Nemandi þarf að skila inn gögnum um viðkomandi námskeið, námskeiðslýsingu og lokaeinkunn til læknadeildar fyrir 1. maí eða 1. desember ár hvert. Fulltrúar úr námsbrautarstjórn taka ákvörðun um mat á námskeiðum og kalla til sérfræðinga eftir þörfum.

Sjá einnig Reglur um meistaranám við Háskóla Íslands í talmeinafræði

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is