Skip to main content

Rannsóknir

Við Kennaradeild er lögð áhersla á rannsóknir á sviði náms og kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum, háskólum og fullorðinsfræðslu. Þær beinast meðal annars að námi og kennslu einstakra námsgreina eða námssviða eða að almennari atriðum skólastarfs, svo sem kennslu barna með sérþarfir, lýðræði í skólastarfi, líðan og námsárangri og samstarfi við foreldra. Rannsóknir tengjast nokkrum rannsóknarstofum á Menntavísindasviði, til dæmis menntunarfræði ungra barna, upplýsingatækni og skólastarfi, skóla án aðgreiningar, máli og læsi og kennslufræði.