Háskóli Íslands

Endurnýjanleg orka

English version here

Jarðvarmavirkjun

Langar þig að takast á við eina af stóru áskorunum 21. aldarinnar?
Viltu taka þátt í að nýta orkuauðlindirnar á sjálfbæran hátt?

Háskóli Íslands hefur um árabil verið leiðandi í kennslu og rannsóknum á endurnýjanlegri orku á Íslandi. Mikil tækifæri felast í rannsóknum og þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum, bæði á Íslandi sem og á heimsvísu, og ljóst að sjálfbær orkunýting mun verða eitt af stóru verkefnunum á þessari öld.  Háskóli Íslands hefur því ákveðið að efla enn frekar rannsóknatengt framhaldsnám í endurnýjanlegri orku.

Hvar starfa sérfræðingar á sviði endurnýjanlegrar orku?

Nemendur með framhaldsmenntun á sviði endurnýjanlegrar orku eru eftirsóttir starfskraftar hjá orkufyrirtækjum, iðnfyrirtækjun, ráðgjafarfyrirtækum, sveitarfélögum, ráðuneytum, ríkisstofnunum, mennta- og rannsóknastofnunum.

Sérfræðingar á sviði endurnýjanlegrar orku starfa við:

Hönnun og framkvæmdir orkumannvirkja
Rannsóknir á virkjanakostum
Mat á umhverfisárhrifum virkjanaframkvæmda
Mat á stærð og hakvæmni orkukosta
Rannsóknir á jarðhitageiranum

Nám í endurnýjanlegri orku

Námið byggir á þeim grunni  sem fyrir er innan Háskóla Íslands og skiptist í eftirfarandi fagsvið.

Fyrir frekari upplýsingar varðandi þær námslínur sem í boði eru, vinsamlegast smellið á eftirfarandi tengla:

Námið er vistað í verkfræðideildunum þremur, jarðvísindadeild og þverfræðilegu námslínunni umhverfis- og auðlindafræði, en auk þess verða framhaldsnámskeið á þessu sviði í öðrum deildum háskólans opin sem valnámskeið.

Hvernig kemst ég í námið?

Umsóknafrestur í námið er sá sami og fyrir annað framhaldsnám í Háskóla Íslands og þurfa umsækjendur að uppfylla sömu kröfur og aðrir nemendur í þessum greinum.

Uppbygging námsins

Námið er 120 ECTS eininga meistaranám sem skiptist í 20 – 30 ECTS skyldu  námskeið, tengt hverju kjörsviði, sameiginlegt inngangs-námskeið í endurnýjanlegum orkufræðum og þverfaglegs verkefnis sem bindur saman námið, alls 10 ECTS.  Nemendur gera svo í lokin 30-60 ECTS eininga meistaraverkefni. Utan skyldunámskeiðanna er hægt að velja úr fjölda valnámskeiða innan viðkomandi kjörsviðs og á öðrum kjörsviðum.

Nemendaþjónusta VoN veitir allar nánari upplýsingar um námið.

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is