Háskóli Íslands

Um Hugvísindasvið

Háskóli Íslands býður upp á afar fjölbreytt nám í hugvísindum og er eini skólinn hérlendis sem býður upp á hugvísindanám á öllum háskólastigum. Á Hugvísindasviði eru fjórar deildir:

  • Mála- og menningardeild,
  • Guðfræði- og trúarbragðafræðideild,
  • Íslensku- og menningardeild og
  • Sagnfræði- og heimspekideild.

Hver og ein þessara deilda hefur mikla sérstöðu, en nemendur geta einnig blandað saman námi úr ólíkum deildum Hugvísindasviðs, eða jafnvel tekið aukagrein eða einstök námskeið af öðrum fræðasviðum.

Klassískt og nútímalegt nám
Hugvísindasvið lagar námsframboð sitt að breytilegum kröfum og bryddar reglulega upp á nýjum og spennandi námsleiðum. Sviðið leggur jafnframt áherslu á að rækta hinn klassíska menningararf með framboði greina sem dýpka skilning okkar á liðnum tíma, hugmyndum, menningu og sögu og tengja jafnframt við samtímann.

Góður undirbúningur fyrir framtíðina
Fólk útskrifað úr hugvísindum má finna á flestum sviðum þjóðlífsins enda er nám í hugvísindum góður undirbúningur fyrir hvers kyns störf. Nemendur útskrifaðir af Hugvísindasviði búa yfir gagnrýninni hugsun, eru færir um að greina flókin viðfangsefni og setja fram hagnýtar lausnir. Nemendur standa því sterkir að vígi eftir útskrift, sama hvort leiðin liggur út á vinnumarkaðinn eða í áframhaldandi nám.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is