Háskóli Íslands

Þjónusta

Á Hugvísindasviði er starfrækt skrifstofa með stoðþjónustukjarna undir stjórn forseta fræðasviðsins. Á skrifstofunni starfa, auk forseta, rekstrarstjóri sem annast fjármálastjórn fræðasviðsins og daglega stjórnun skrifstofunnar, kennslustjóri, kynningar- og vefstjóri, alþjóðafulltrúi, verkefnastjóri Hugvísindastofnunar, verkefnastjórar einstakra deilda sviðsins, verkefnastjóri móttöku- og samskiptamála og verkefnastjóri sem sér um húsnæðisbókanir, stundatöflur og brautskárningu.

Skrifstofan sinnir ýmsum verkefnum fyrir fræðasviðið, deildir þess og stofnanir, sinnir allri almennri þjónustu við nemendur og kennara og annast einnig ýmis sérhæfð mál.

Meðal verkefna skrifstofu fræðasviðs eru:

Nemendamál
Móttaka nýnema, afgreiðsla erinda frá nemendum, námsráðgjöf o.fl.

Kennslumál
Kennsluskrárgerð, stundaskrárgerð, bókun kennsluhúsnæðis o.fl.

Þjónusta við rannsóknir kennara 
Aðstoð við gerð umsókna til sjóða, utanumhald um rannsóknareikninga, aðstoð við gerð árlegrar rannsóknaskýrslu o.fl.

Starfsmannamál 
Gerð starfslýsinga, framkvæmd starfsmannastefnu og umsjón með eftirfylgni með starfsmannasamtölum, móttaka nýrra starfsmanna o.fl.

Markaðs- og kynningarmál
Umsjón með kynningarefni, vefmálum, hollvinastarfi o.fl.

Alþjóðamál 
Málefni erlendra nemenda og starfsmanna, umsjón með skiptinámi og kennaraskiptum o.fl. 

Umsjón með upplýsingatæknimálum 
Tölvuþjónusta, staðtölur, skjalastjórnun. 

Tæknileg aðstoð og tækjakaup

Almenn þjónusta

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is