Háskóli Íslands

Hrunið, þið munið

Jón Karl Helgason og Guðni Th. Jóhannesson

Jón Karl Helgason, prófessor við Íslensku- og menningardeild og Guðni Th. Jóhannesson, dósent við Sagnfræði- og heimspekideild

Um leið og Geir H. Haarde sagði „Guð blessi Ísland“ bjartviðris- daginn 6. október árið 2008 ákvað Guðni µ. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði, að skrifa bók um hrunið sem hann og gerði. Hann hefur síðan utt ölda erinda og ritað ófáar greinar um þessa miklu viðburði í Íslandssögunni. Það kemur því kannski fáum á óvart að Guðni kenndi námskeið við Háskóla Íslands haustið 2014 þar sem bankahrunið var í öndvegi. „Nemendur komu úr ólíkum deildum Háskólans og við ákváðum að hluti námskeiðsins fælist í því að skrifa greinargerðir um bækur eða greinar sem tengdust efninu,“ segir Guðni.

Í greinargerðunum sjálfum var fólgið mikið gildi að mati Guðna og hann vinnur nú að verkefni innan Háskólans ásamt Jóni Karli Helgasyni, prófessor í íslensku, þar sem þessar greinargerðir um hrunið eru gerðar aðgengilegar öllum ásamt hliðstæðu efni sem varð til í námskeiði hjá Jóni Karli.

Hann kenndi nefnilega vorið 2015 námskeið á námsbraut í íslensku þar sem lesin voru skáldverk sem ölluðu með einum eða öðrum hætti um aðdraganda bankahrunsins eða eftirköst þess. „Þegar ég frétti af námskeiði Guðna ákváðum við að setja á fót spánnýjan íslenskan banka, reyndar bara gagnabanka. Hann hefur að geyma umöllun nemenda okkar beggja um verk sem tengast hruninu.“

Þeir stallbræður opnuðu gagnabankann formlega 6. október síðastliðinn og hann kallast „Hrunið, þið munið: Gagnabanki um samtímasögu.“ Með þeim í „bankastjórninni“ situr einn af nemendum Guðna í sagnfræðinni, Markús Þórhallsson. Hugmyndin með rekstri gagnabankans er að víkka sýn almennings og fræðimanna á efnið og auðvelda frekari rannsóknir. Slóðin er hrunid.hi.is.

Jón Karl segist rekinn áfram við þetta verkefni af þeim óþægilega grun að það kunni að vera annað ármálahrun handan við hornið. „Fjöldi íslenskra fræðimanna og listamanna hefur verið að draga sína lærdóma af síðasta hruni og mér nnst afar brýnt að við, sem þjóð, reynum að átta okkur á hverjir þeir lærdómar eru. Hrunið, þið munið er verkfæri sem vonandi getur nýst í því sambandi.“

Guðni, sem hefur einbeitt sér að samtímasögu í sínum fræðilegu rannsóknum, segir að banka- hrunið ha valdið meiri ka askilum á Íslandi en nokkur annar viðburður allt frá seinna stríði. Hann segir því eðlilegt að áhuginn á því sé óslökkvandi. Hann bætir þó við að sumir segi að þeir fræðimenn og -konur sem skri um hrunið séu stundum sökuð um að vera „hrunmangarar“, að hafa þessa atburði á heilanum og vera í sífelldri leit að sökudólgum. „Ég held hins vegar í þá von að við getum lært af sögunni og er viss um að samfélagið njóti þess að eiri reyni að skrá hana en þeir sem voru í eldlínunni og sjá atburðina frá sínum sérstaka sjónarhóli.“

Jón Karl segir að hugmyndin að baki vefnum sé líka kennslufræðileg; það sé afar þroskandi fyrir nemendur, hvort sem þeir séu á BA-stigi eða MA-stigi, að fá birt eftir sig efni á opinberum vettvangi og það sé einnig ólíkt skemmtilegra en að skrifa bara fyrir kennarann eða skúºuna.

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is