Skip to main content

Hollvinir HÍ

Hollvinir Háskóla Íslands

Hollvinastarf Háskóla Íslands eflir tengsl núverandi og brautskráðra nemenda og velgjörðamanna við skólann.

Markmiðið er að starfsemi hollvinasamtaka verði afar mikilvægur liður í kynningarstarfi Háskóla Íslands til frambúðar. Tilgangur starfsins er að efla tengsl við fyrrum nemendur og samfélagið og eignast þar með öfluga talsmenn og velunnara Háskólans mjög víða í samfélaginu.

Það geta allir gerst hollvinir

Allir geta orðið hollvinir Háskóla Íslands. Þar á meðal fyrrverandi nemendur, kallaðir Alumni.

Jafnframt kennarar og núverandi nemendur, ásamt fræðimönnum, velunnurum og velgjörðarmönnum. Einnig er hægt að verða hollvinur sem lærimeistari, mentor.

Með því að virkja hollvinatengsl þín í Háskóla Íslands bjóðast þér upplýsingar um atburði á vegum skólans, svo sem fyrirlestra og ráðstefnur. Virk aðild gefur einnig kost á að rækta tengsl við fræðasvið og deildir Háskóla Íslands, án endurgjalds. Slík tenging getur endurvakið tengsl við fyrrum samnemendur og kennara.

Skráning í Hollvini Háskóla Íslands

Frekari upplýsingar um skipulag og starfsemi Hollvina er unnt að fá með því að senda tölvupóst á eftirfarandi netfangið hollvinir@hi.is.