Háskóli Íslands

Viðbótardiplóma í kynfræði

Nám í kynfræði byggir á þeirri grundvallarforsendu að mikilvægt sé að vinna að kynheilbrigði í öllum nútíma samfélögum. Á þetta hefur skort í íslensku samfélagi og er markmið náms í kynfræði að bæta þar úr og efla þekkingu og skilning á manneskjunni sem kynveru í  heildrænum skilningi, þ.e. líkamlega, andlega og félagslega.

Í náminu er fjallað um manneskjuna sem kynveru allt lífið og þau viðfangsefni sem hún er að glíma við á hverju æviskeiði. Miðlað er þekkingu um samfélagsleg áhrif á kynheilbrigði fólks og rétt þess til kynheilbrigðis, hvaða þættir hafa áhrif á þróun kynferðislegra sambanda en jafnframt hvernig einstaklingurinn er undir það búinn að lifa kynlífi.

Fjallað er um hvað hamlar og hvað eflir kynheilbrigði. Í því samhengi eru skoðaðar ólíkar aðstæður og hvernig t.d. sjúkdómar og fötlun  geta haft áhrif á kynheilbrigði fólks. Þá er athygli beint að forvörnum og heilsueflingu ungs fólks á þessu sviði.

Námið Fyrir nemendur Um námsleiðina

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is