Háskóli Íslands

Um deildina

Hjúkrunarfræðideild, í þeirri mynd sem hún er í dag, var stofnuð árið 2000 en hafði fram að því verið námsbraut í hjúkrunarfræði og var í tengslum við Læknadeild.

Hjúkrunarfræðideildin er ung deild en saga hjúkrunar- og ljósmóðurstarfa á Íslandi og jafnframt nám þessara starfsstétta á sér langa sögu. Nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands hófst árið 1973 en fram til ársins 1986 var einnig nám í hjúkrun við Hjúkrunarskóla Íslands.

Frá árinu 1986 hefur nám í hjúkrunarfræði á Íslandi einvörðungu verið kennt á háskólastigi. Menntun ljósmæðra færðist frá Ljósmæðraskóla Íslands til námsbrautar í hjúkrunarfræði árið 1996. Með því að færa hjúkrunar- og ljósmæðramenntun á háskólastig varð veruleg breyting á námi þessara starfsstétta hér á landi og hefur Hjúkrunarfræðideild (námsbraut í hjúkrunarfræði) jafnan verið í fremstu röð hvað varðar grunnmenntun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Vesturlöndum.

Líkt og með aðrar deildir innan háskólans tekur Hjúkrunarfræðideild mið af vísinda- og menntastefnu Háskóla Íslands. Við deildina starfar á fjórða tug fastráðinna kennara auk fjölda stundakennara.

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræði eru starfsmiðaðar fræðigreinar og nemendur sem brautskrást þurfa að hafa til að bera þekkingu og færni sem er nauðsynleg til að geta veitt faglega og örugga hjúkrunar- og ljósmóðurþjónustu sem miðar að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is