Háskóli Íslands

Stefna og aðgerðir 2012-2017

Stefna og aðgerðir 2012-2017

Kennslustefna Hjúkrunarfræðideildar 2012-2013
 
Í Stefnu Háskóla Íslands 2011-2016 er lögð áhersla á að efla gæði og styrkja innviði allra þátta háskólastarfsins. Í því skyni hefur hann sett sér markmið um rannsóknir og nýsköpun, nám og kennslu, mannauð og ábyrgð gagnvart samfélaginu og umheiminum. Helstu stef stefnunnar eru áhersla á rannsóknir og alþjóðlegt samstarf, þróttmikið nám sem uppfyllir alþjóðlegar gæðakröfur, samþættingu kennslu og rannsókna á öllum námsstigum, eflingu mannauðs og starfsánægju stúdenta og
starfsmanna og samfélagslega og hnattræna ábyrgð á 21. öld.

Stefna Hjúkrunarfræðideildar 2012-2017 tekur mið af stefnu Háskóla Íslands og leggur áherslu á stöðu sína í háskólasamfélaginu.

Stefna um:

1 RANNSÓKNIR OG NÝSKÖPUN
2 NÁM OG KENNSLU
3 MANNAUÐ
4 ÁBYRGÐ GAGNVART SAMFÉLAGINU OG UMHEIMINUM


1 RANNSÓKNIR OG NÝSKÖPUN


Háskóli Íslands er ört vaxandi rannsóknaháskóli sem hefur sett sér það langtímamarkmið að vera í hópi fremstu háskóla í heimi. Í því skyni leggur Hjúkrunarfræðideild áherslu á frjótt rannsóknaumhverfi, árangur í rannsóknum, öflugt meistara-og doktorsnám, nýsköpun og hagnýtingu þekkingar.

Hjúkrunarfræðideild mun renna stoðum undir stefnu sína með markvissu samstarfi við innlendar og erlendar háskólastofnanir auk þess að sækja í auknum mæli í erlenda og innlenda samkeppnissjóði. Innviðir framhaldsnáms, þar með talið sérfræðináms og þjálfunar verða styrktir í samræmi við alþjóðlega viðurkennda mælikvarða og gæðaviðmið.

Hjúkrunarfræðideild er ört vaxandi háskóladeild sem sinnir fjölbreyttum rannsóknumá afmörkuðum sérsviðum, þverfræðilega sem og í grunnrannsóknum.
 

Frjótt rannsóknaumhverfi
Til að tryggja áframhaldandi sókn á sviði rannsókna, nýsköpunar og þróunarstarfs hyggst Hjúkrunarfræðideild bæta aðstöðu og stuðning við metnaðarfullt rannsóknarstarf og hagnýtingu þekkingar.

Í þessu skyni mun Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands:

 • Efla formlegt samstarf við rannsóknastofnanir og heilbrigðisstofnanir á sem flestum fræðasviðum.
 • Auka rannsóknarsamstarf innan deildar.
 • Auka þverfræðilegt rannsóknarsamstarf.
 • Auka innlent og alþjóðlegt rannsóknarsamstarf.
 • Auka sókn í rannsóknarsjóði.
 • Auka stoðþjónustu við umsóknir í innlenda og erlenda sjóði.
 • Auka stoðþjónustu við söfnun og úrvinnslu gagna og birtingu niðurstaðna.
 • Bjóða störf fyrir nýdoktora við deildina.
 • Efla fræðasamfélag innan deildar og á fræðasviðum.

 

Árangur í rannsóknum
Rannsóknir við Hjúkrunarfræðideild taka mið af alþjóðlega viðurkenndum mælikvörðum og gæðaviðmiðum. Lögð er rík áhersla á árangur, áhrif og gæði rannsókna og hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna.

Í þessu skyni mun Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands:

 • Auka rannsóknarvirkni og gæði rannsókna.
 • Fjölga klínískum rannsóknum s.s. meðferðar-og íhlutunarrannsóknum.
 • Auka þverfræðilegar-og grunnrannsóknir tengdar hjúkrunar-og ljósmóðurfræðum.
 • Fjölga birtingum, sérstaklega í virtum ritrýndum tímaritum.
 • Efla nýsköpun-, frumkvöðla-og þróunarstarf í samstarfi við aðila á Heilbrigðisvísindasviði, heilbrigðisstofnanir, samstarfsháskóla, fyrirtæki og hópa í landinu.
 • Skilgreina lokaverkefni nemenda að öllu jöfnu sem hluta af rannsóknum kennara.


Öflugt meistara- og doktorsnám
Öflugt framhaldsnám sem hvílir á traustum grunni er forsenda þess að Háskóli Íslands geti rækt hlutverk sitt og náð langtímamarkmiðum sínum. Gróskumikið rannsóknarnám gerir háskólanum kleift að laða til sín bestu innlendu og erlendu framhaldsnemana og færustu kennarana.

Í þessu skyni mun Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands:

 • Byggja upp samstarf um rannsóknarverkefni innan deildarinnar og í samvinnu deilda Háskóla Íslands sem laði að sér meistara-og doktorsnemendur.
 • Fjölga doktorsnemendum við deildina.
 • Fjölga sameiginlegum doktorsgráðum nemenda við deildina og við erlenda háskóla.
 • Meistara-og doktorsnám í hjúkrunar-og ljósmóðurfræðum verði eflt í samstarfi við samstarfsstofnanir þar sem sameiginlegur skilningur á mikilvægi sérfræðináms er undirstaða uppbyggingar sérfræðingsþekkingar í þessum greinum.
 • Beita sér fyrir því að komið verði á öflugu styrkjakerfi til að mæta þörfum samfélagsins fyrir fjölgun hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra með meistara-og doktorsmenntun í fjölbreyttum sérgreinum.
   

Stefna um nám og kennslu
Öflugt grunnnám á fjölbreyttum fræðasviðum er aðalsmerki Háskóla Íslands.

Í Hjúkrunarfræðideild er lögð áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð nemenda, nána samvinnu nemenda og kennara, góða aðstöðu til náms og fjölbreytt tækifæri nemenda til að taka þátt í rannsóknarverkefnum, m.a. í samstarfi við aðila úr atvinnuog þjóðlífi.

Samhliða fræðilegri þekkingu og klínískri færni stuðlar allt nám við Hjúkrunarfræðideild að færni í vísindalegum aðferðum, gagnrýninni hugsun og traustri siðferðilegri dómgreind er nýtist stúdentum í frekara námi og starfi sem ábyrgum fagmönnum og borgurum. Öryggi sjúklinga skal ávallt haft að leiðarljósi í allri kennslu og við þjálfun nemenda.

 

2. STEFNA UM NÁM OG KENNSLU

Öflugt grunnnám á fjölbreyttum fræðasviðum er aðalsmerki Háskóla Íslands.

Í Hjúkrunarfræðideild er lögð áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð nemenda, nána samvinnu nemenda og kennara, góða aðstöðu til náms og fjölbreytt tækifæri nemenda til að taka þátt í rannsóknarverkefnum, m.a. í samstarfi við aðila úr atvinnuog þjóðlífi.

Samhliða fræðilegri þekkingu og klínískri færni stuðlar allt nám við Hjúkrunarfræðideild að færni í vísindalegum aðferðum, gagnrýninni hugsun og traustri siðferðilegri dómgreind er nýtist stúdentum í frekara námi og starfi sem ábyrgum fagmönnum og borgurum. Öryggi sjúklinga skal ávallt haft að leiðarljósi í allri kennslu og við þjálfun nemenda.
 

Samþætting kennslu og rannsókna - Öflugt grunnnám
Kennsla og rannsóknir eru órjúfanlega tengd í rannsóknaháskóla. Markviss samþætting kennslu og rannsókna eykur gæði alls náms við deildina og tryggir að kennslu og rannsóknum sé ávallt gert jafn hátt undir höfði. Til að unnt sé að ná þessu þarf að fjölga föstum kennurum í Hjúkrunarfræðideild í
samræmi við stefnu deildar og yfirlýst markmið Háskóla Íslands um að hlutfall fastra kennara og virkra nemenda verði bætt í deildum þar sem þörfin er brýnust.

Í þessu skyni mun Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands:

 • Marka sér skýra kennslustefnu sem kveður á um samþættingu rannsókna, kennslu og klínískrar færni á öllum námsstigum.
 • Standa vörð um tengingu rannsóknar-og námsverkefna nemenda við klínískan vettvang.
 • Sjá til þess að nemendur fái tækifæri til að kynnast marghátta rannsóknarverkefnum kennara á öllum stigum grunnnáms.
 • Stuðla að því að öll klínísk kennsla sé í umsjón sérfræðinga í hjúkrun-og ljósmóðurfræði.
 • Auka upplýsingalæsi nemenda m.a. með þjálfun í heimildaleit, notkun gagnasafna og skýrri framsetningu upplýsinga og þekkingar. Nemendur beiti gagnreyndri þekkingu við úrlausn klínískra vandamála.
 • Endurskoða námsskrá í hjúkrunarfræði og leggja áhersla á samfellu náms í grunn- og meistaranámi í hjúkrunarfræði.
 • Deildin taki virkan þátt í uppbyggingu sameiginlegrar göngudeildar Heilbrigðisvísindasviðs til að skapa nemendum vettvang til þverfaglegra samskipta, klínískrar þjálfunar og rannsóknartækifæra. Tekið verði upp samstarf við erlenda háskóla um nám í tilteknum sérgreinum hjúkrunar.

Í þessu skyni mun námsbraut í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla
Íslands:

 • Endurvinna námsskrá í ljósmóðurfræði frá grunni með áherslu á þriggja ára nám til BS prófs í ljósmóðurfræði og fimm ára nám til MS prófs og starfsréttinda.
   

Þátttaka, ábyrgð og ástundun í námi
Hjúkrunarfræðideild tryggir öllum nemendum jöfn tækifæri til góðrar menntunar sem uppfyllir viðurkenndar alþjóðlegar gæðakröfur. Við deildina er lögð rík áhersla á að nemendur taki sjálfir ábyrgð á eigin námi og beri virðingu fyrir þeim gæðum sem íslenskt samfélag lætur þeim í té með háskólamenntun. Leitast er við að fyrirkomulag náms við deildina stuðli að góðri ástundun nemenda. Hjúkrunarfræðideild leggur áherslu á að nemendur séu upplýstir um réttindi sín og komi að ákvörðunum sem varða hagsmuni þeirra.

Í þessu skyni mun Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands:

 • Endurskoða stefnu um inntöku nýnema og endurskilgreina inntökukröfur samhliða endurskoðun námsskrár.
 • Skilgreina samanlagðan hámarkstíma sem hver nemandi hefur til að ljúka námi á framhaldsstigi.Tekið verði mið af því hvort um fullt nám eða hlutanám er að ræða.
 • Áfram hafa í hávegum símat og fjölbreytilegar matsaðferðir.
 • Viðhafa gott upplýsingaflæði til nemenda um þær kröfur sem gerðar eru til námsmanna og háskólaborga. Félög nemenda gæti að orðspori Hjúkrunarfræðideildar í tengslum við atburði og útgáfu á þeirra vegum.
   

Árangur í kennslu
Hjúkrunarfræðideild leggur ríka áherslu á gæði náms og framúrskarandi kennslu. Deildin vill umbuna þeim sérstaklega sem rækja kennarastarfið af fagmennsku og beita sér fyrir þróun kennsluhátta. Grundvöllur þess að tryggja árangursríka kennslu er að fjármögnun sé í samræmi við það sem námið krefst í Hjúkrunarfræðideild og stefnan gerir ráð fyrir.

Í þessu skyni mun Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands:

 • Fjölga þeim nemendum sem standast próf við inntöku í deildina.
 • Fjölga þeim nemendum sem fara í meistaranám í framhaldi af grunnnámi.
 • Samræma fjölda námseininga (ECTS) og vinnuálags í einstökum námskeiðum.
 • Huga þarf sérstaklega að innbyrðis samræmingu klínískra námskeiða og innbyrðis samræmingu bóklegra námskeiða.
 • Taka mið af skilgreindum hæfniviðmiðum við námsmat.
 • Nýta áfram og þróa frekar fjölbreyttar aðferðir til að meta gæði náms og kennslu.
 • Skapa nemendum sínum tækifæri til að taka hluta af náminu við erlenda háskóla.
 • Efla fjölbreytta kennsluhætti enn frekar sem hvetja nemendur til virkrar þátttöku í náminu.
 • Gera kröfu um að ljósmóðurfræði verði flokkuð í reiknilíkan 7 eigi síðar en árið 2013 og hjúkrunarfræði í reiknilíkan 6.


3. STEFNA UM MANNAUÐ

Hjúkrunarfræðideild leggur áherslu á velferð starfsfólks og nemenda. Samskipti innan deildar einkennast af gagnkvæmri virðingu og trausti. Það er deildinni kappsmál að stuðla að velferð, vellíðan og heilbrigði starfsfólks og nemenda, m.a. með góðu vinnuumhverfi, fjölbreyttri starfsþróun og hvatningu til árangurs og gæða í námi og starfi. Styrk forysta, öflug liðsheild og skapandi einstaklingar eru lykillinn að árangri Háskóla Íslands.

Starfsfólk Hjúkrunarfræðideildar og nemendur hennar eru mannauður deildarinnar og leggur deildin ríka áherslu á velferð og ánægju í námi og starfi. Samskipti innan deildarinnar, bæði á milli samstarfsfólks sem og á milli nemenda og kennara, skulu einkennast af gagnkvæmri virðingu, trausti, samvinnu og jákvæðni. Öflug og samstíga liðsheild, skýr markmið, styrk og skilvirk forysta og dugmiklir starfsmenn og nemendur eru lykillinn að árangri innan deildarinnar.

 • Lykilatriði í störfum deildarinnar er að fjöldi akademískra starfa sé í réttu hlutfalli við nemendafjölda og umsvif í deildinni.
 • Vel skipulögð nýliðun starfsmanna þarf að vera í samræmi við þörf og þekkingarsvið kennara.
 • Lögð verður áherslu á að nýtt starfsfólk fái nauðsynlegan stuðning og markvissa aðlögun í starfi.
 • Hæft starfsfólk og starfsþróun er grundvallaratriði til að viðhalda þekkingu innan deildarinnar.
 • Stuðlað verður að því að allir starfsmenn fái tækifæri til starfsþróunar.
 • Mikilvægt er fyrir Hjúkrunarfræðideild að störf séu í samræmi við þarfir og aÐ framgangsmál innan deildar séu í góðum farvegi.
 • Mikilvægt er að stjórnsýsla Hjúkrunarfræðideildar sé í samræmi við starfsemi deildarinnar og taki mið af námi, kennslu, rannsóknum og samskiptum við aðrar stofnanir, innanlands og utan.
 • Nýta þarf samstarfssamninga við stofnanir heilbrigðisþjónustunnar til að skapa ný samhliða störf sem tengja sérfræðinga við Hjúkrunarfræðideild sem taka þátt í stundakennslu en eru ráðnir við aðrar stofnanir.
 • Hjúkrunarfræðideild er kappsmál að stuðla að ánægjulegu og heilbrigðu starfsumhverfi og að starfsmönnum og nemendum líði vel í námi og starfi.
 • Hjúkrunarfræðideild er kappsmál að stuðla að áhugaverðum og fjölbreyttum verkefnum og hvetja til framþróunar í starfi.
 • Mikilvægt er að samvinna, jákvæðni, gagnkvæm virðing og traust ríki á milli starfsmanna sem sinna ólíkum verkefnum. Mikilvægt er að gagnkvæm virðing og traust ríki á milli starfsmanna og nemenda.
 • Lögð er áhersla á virkt upplýsingaflæði og skýr og heiðarleg boðskipti.
 • Hjúkrunarfræðideild styður starfsmenn í því að ástunda heilbrigða og holla lífshætti, að þeir taki sér frí (lögboðið) til að endurnýja stafskrafta sína og jafnvægi á milli starfs-og einkalífs er talið mikilvægt.
 • Stuðlað verði að farsælum starfslokum kennara og þeir sem þess óska geti samið um að hafa aðstöðu við deildina til rannsókna eftir starfslok.
   

4. ÁBYRGÐ GAGNVART SAMFÉLAGINU OG UMHEIMINUM

Hjúkrunarfræðideild sinnir skyldum sínum gagnvart samfélaginu og umheiminum fyrst og fremst með því að hafa áhrif á og móta heilbrigðisþjónustuna með öflugum rannsóknum og metnaðarfullri kennslu og þjálfun. Mikilvægt er að deildin kynni vísindastarf sitt og taki þátt í alþjóðlegri fræðilegri umræðu og nýsköpun. Brýnt er að vísindamenn deildarinnar ástundi uppbyggilega gagnrýni á vettvangi
heilbrigðisþjónustu og taki á vandaðan og virkan máta þátt í opinberri umræðu. Deildin leggur áherslu á að starfsfólk og nemendur séu ábyrgir borgarar í lýðræðissamfélagi og undirbýr nemendur sína til þátttöku í innlendu og alþjóðlegu vísindasamfélagi og fagsamfélagi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.

Í þessu skyni mun Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands:

 • Beita sér fyrir því að kennarar taki virkan þátt í opinberri umræðu um hjúkrun og heilbrigðismál.
 • Beita sér fyrir því að kennarar taki virkan þátt í samstarfi við stefnumótandi stofnanir og atvinnulífið.
 • Beita sér fyrir því að deildin eigi fulltrúa í nefndum, ráðum og vinnuhópum sem fjalla um og taka ákvarðanir í heilbrigðismálum hjá opinberum aðilum og þá sérstaklega á sviði hjúkrunar.
 • Hafa frumkvæði að formlegum markvissum samskiptum við forystu hjúkrunar innan meginstoða heilbrigðiskerfisins (Landspítala, Heilsugæslu) auk Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
 • Setja sér starfsreglur um hvernig megi byggja upp ráðgjöf og þjónusturannsóknir í hjúkrunarfræði við heilbrigðisstofnanir. Reglurnar kveði m.a. á um fræðilegt sjálfstæði gagnvart verkkaupa og kostanda.
 • Beita sér fyrir því að allt nám í deildinni taki mið af þörfum samfélagsins og nýjustu vísindalegri þekkingu á hverjum tíma.
 • Taka virkan þátt í að kynna nám sitt og námstækifæri til að læra hjúkrunar-og ljósmóðurfræði, hér heima og á erlendum vettvangi.
 • Styðja samfélagslegt forvarnarstarf nemenda (t.d. Skjöld) og innlend og erlend hjálparstörf.
 • Taka virkan þátt í að mæta þörfum hjúkrunarfræðinga fyrir endur-og símenntun með fjölbreyttu námsframboði á vettvangi deildar og Endurmenntunarstofnunar.
 • Beita sér fyrir því að allt starf deildarinnar endurspegli siðferðileg heilindi.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is