Háskóli Íslands

Rannsóknir

Styrkur hjúkrunarfræðideildar felst meðal annars í fjölbreytilegum bakgrunni kennara og traustri stöðu fræðigreina hjúkrunar- og ljósmóðurfræði í íslensku heilbrigðiskerfi og samfélagi. Kennarar hafa lokið framhaldsnámi og myndað rannsóknasamstarf við margar og ólíkar menntastofnanir erlendis. Flestir hafa stundað nám við virta háskóla í Bandaríkjum Norður Ameríku en einnig á Norðurlöndum, Bretlandi og Hollandi. Tólf af tuttugu og tveimur kennurum deildarinnar, sem hafa doktorsgráðu, hafa öðlast hana frá skólum sem raðað er meðal 100 bestu háskóla í heimi. Rannsóknasamstarf bæði innan og milli fræðigreina, innan lands og erlendis, hefur vaxið að sama skapi og hafa slíkar birtingar tvöfaldast á fyrrgreindu tímabili.

Rannsóknastyrki sækja kennarar einkum í Rannsóknasjóð Háskóla Íslands, Vísindasjóð LSH og Vísindasjóð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í framhaldsnámi fá í vaxandi mæli styrki úr Rannsóknasjóði RANNÍS.

Smellið hér til þess að skoða helstu viðfangsefni rannsókna starfsfólks við Hjúkrunarfræðideild.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is