Skip to main content

Meistaranám í hjúkrunarfræði

Meistaranám í hjúkrunarfræði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Býr í þér leiðtogi? Langar þig að starfa sem stjórnandi í hjúkrun? Viltu öðlast klíníska sérhæfingu í hjúkrun? Viltu auka færni þína í rannsóknastörfum og vísindalegum vinnubrögðum?

Hjúkrunarfræðideild býður upp á fjölbreytt meistaranám sem opnar nýja möguleika fyrir hjúkrunarfræðinga, hvort sem ætlunin er að starfa sem klínískur sérfræðingur, stjórnandi, vísindamaður, kennari eða leiðtogi.

Meistaranám í boði:

Fjarnám og staðkennslulotur

Meistaranámið er skipulagt sem blandað nám með allt að tveimur staðkennslulotum á misseri og fjarkennslu þess á milli.

Í sumum tilvikum verður um stað- og fjarnám að ræða samtímis í fjarkennsluvikum. Að jafnaði er kennt aðra hvora viku og er gert ráð fyrir rauntímafjarkennslu en nemendum er bent á að kynna sér vel kennslutilhögun hvers námskeiðs.

Skyldumæting er í staðkennslulotur.

Námskeið sem kennd eru í öðrum deildum eru að öllum líkindum kennd með öðrum hætti og er það á ábyrgð nemenda að kynna sér tilhögun þeirra.

Tengt efni
Fjarkynning á meistaranámi