Háskóli Íslands

Inntökuskilyrði í kynfræði

Til að innritast í diplómanám í kynfræði þarf að hafa lokið B.S., B.A., B.Ed. prófi eða öðru háskólanámi sem metið er jafngilt fyrsta háskólaprófi. Lágmarkseinkunn skal vera 7,25. Námsstjórnin metur próf frá öðrum skólum en Háskóla Íslands.

Námið er ætlað fagfólki innan heilbrigðis-, uppeldis- og félagsvísinda, s.s. félagsfræðingum, félagsráðgjöfum, guðfræðingum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, kynjafræðingum, læknum, mannfræðingum og sálfræðingum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is