Háskóli Íslands

Inntökuskilyrði

 

Grunnnám

BS-nám í hjúkrunarfræði

Umsóknarfrestur í grunnnám er til 5. júní ár hvert.

Til að hefja nám við Hjúkrunarfræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Þá nægir lokapróf frá verk- og raunvísindadeild Keilis (háskólabrú) til inngöngu í Hjúkrunarfræðideild. Nemendur sem lokið hafa aðfararnámi að öðrum háskólum en Háskóla Íslands geta sótt um undanþágu frá þessum inntökuskilyrðum. Ef undanþága er samþykkt eru þeir umsækjendur jafnsettir þeim er uppfylla formleg skilyrði við val nemenda í námið, sbr. reglur nr. 24/2015. 
Reglur um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands.

Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 er: 3. hæfniþrep í íslensku, ensku og stærðfræði. Auk þess er mælt með því að stúdent hafi lokið 10 fein á 3. þrepi í efnafræði og/eða stærðfræði og 5 fein á 3. þrepi í líffræði.

Nemendur sem óska eftir að hefja BS-nám í hjúkrunarfræði skulu gangast undir inntökupróf (A próf) í samræmi við reglur um inntöku nýnema og inntökupróf í Hjúkrunarfræðideild. Kennslusvið Háskóla Íslands í samráði við Hjúkrunarfræðideild annast undirbúning og framkvæmd A-prófsins.

Til að sækja um nám við Hjúkrunarfræðideild verður að skrá sig í A-próf og sækja um nám við Háskóla ÍslandsFjöldatakmörkun árið 2017 miðast við 120 nemendur.

Ábending til allra umsækjenda: Hjúkrunarfræðin felur í sér náin samskipti og vinnu með fólki og leggur því áherslu á greinar sem auka skilning nemenda á manninum, eiginleikum hans og starfsemi. Góður undirbúningur í íslensku, ensku og stærðfræði er mikilvægur. Þeim sem ekki hafa góða undirstöðu í efnafræði er bent á námskeiðið Aðfaranám í almennri efnafræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem alla jafna er haldið í ágústmánuði. Nánast allt lesefni er á ensku.

 

Framhaldsnám

Ljósmóðurfræði cand. obst.*
Umsóknarfrestur í ljósmóðurfræðinám til kandídatsprófs er til 15. apríl ár hvert.

Inntökuskilyrði í nám í ljósmóðurfræði er BS nám í hjúkrunarfræði, viðurkennt í því landi þar sem námið var stundað og íslenskt hjúkrunarleyfi.

Umsóknum skal skilað til Nemendaskrár Háskóla Íslands á sérstöku rafrænu eyðublaði sem er aðgengilegt á vef skólans. Nemandi skráir sig jafnhliða í námskeið í rafrænu umsókninni.

Viðbótargögn með rafrænni umsókn eru:

 • Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír)
 • Greinargerð þar sem áhuga á ljósmóðurnámi er lýst og hvernig sá áhugi þróaðist
 • Náms- og starfsferilskrá CV
 • Meðmæli frá kennara eða yfirmanni á eftirfarandi eyðublaði: Meðmæli vegna umsóknar um nám í ljósmóðurfræði (pdf)

Öllum gögnum skal skilað í síðasta lagi 15. apríl. Ekki er nauðsynlegt að skila öllum viðbótargögnum rafrænt. 

Eftirfarandi reglur voru samþykktar á fundi háskólaráðs 5. október 1995:

Innritun í nám í ljósmóðurfræði er miðuð við vissan nemendafjölda á ári samkvæmt ákvörðun háskólaráðs, sbr. 128. gr. reglugerðar fyrir Háskóla Íslands nr. 458/2000 með áorðnum breytingum. Verði umsækjendur fleiri en heimild er fyrir fjallar námsnefnd í ljósmóðurfræði um umsóknirnar og tekur viðtöl við umsækjendur. Nefndin tekur endanlega ákvörðun um val á nemendum og vinnur samkvæmt reglum sem samþykktar hafa verið af háskólaráði.

Við inntöku er tekið er mið af:

 1. Einkunnum úr námi í hjúkrunarfræði
 2. Greinargerð þar sem áhuga á ljósmóðurnámi er lýst og hvernig sá áhugi þróaðist
 3. Frammistöðu í viðtali (sé boðað til slíks)
 4. Umsögn fyrrverandi kennara eða yfirmanns á kennslu- eða heilbrigðisstofnun
 5. Starfsreynslu í hjúkrun, þ.m.t. reynslu í kennslu, stjórnun og rannsóknum
 6. Annarri menntun/starfsreynslu og reynslu af félagsstörfum

Verði skráðir nemendur færri en 6, er ekki gert ráð fyrir að hafin verði kennsla í ljósmóðurfræði.

ATH: Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð.

 

*Haustið 2019 er stefnt á upptöku breyttrar námsskrár í ljósmóðurfræði. Þá mun kantídatsnám í ljósmóðurfræði falla niður, í staðinn mun námi í ljósmóðurfræði ljúka með meistaragráðu til starfsréttinda. Frekari útfærsla á fyrirhuguðum breytingum verður kynnt síðar.

 


MS-nám í hjúkrunarfræði

Umsóknarfrestur í meistaranám er á vorin til 15. apríl og á haustin til 15. október.

Umsækjandi um meistaranám við Hjúkrunarfræðideild þarf að hafa lokið BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands eða öðru samsvarandi prófi. Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki fyrstu einkunn (7,25) í aðaleinkunn úr BS prófi eða samsvarandi námi. Jafnframt þarf nemandi að búa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu.

Nemendur sem ekki hafa lokið BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands eða öðru sambærilegu prófi þurfa að taka viðbótarnámskeið í tölfræði og aðferðafræði úr grunnnámi fyrir meistaranám.

Þegar sótt er um meistaranám með áherslu á rannsóknaþjálfun (60e lokaverkefni) þarf að vera búið að semja við væntanlegan leiðbeinanda. Eftir að nám er hafið leggur nemandi fram rannsóknaráætlun í samvinnu við leiðbeinanda sem rannsóknanámsnefnd þarf að samþykkja áður en framkvæmd rannsóknar hefst.

Viðbótargögn með rafrænni umsókn eru:

 • Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír)
 • Náms- og starfsferilskrá (.pdf format)
 • Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði)
 • Greinargerð um námsmarkmið þar sem kemur fram á hvaða klíníska sérsviði nemandi hyggst sérhæfa sig á. Þetta gildir hvort sem áherslan er á klínískt starf, hjúkrunarstjórnun eða rannsóknaþjálfun.

Hægt er að óska eftir tilteknum umsjónarkennara/leiðbeinanda í umsókn en er ekki nauðsynlegt þegar um er að ræða meistaranám með 30 eininga lokaverkefni.

ATH: Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð.

Við inntöku í meistaranámið fær nemandi úthlutað umsjónarkennara. Fyrir eða við upphaf náms ber nemandi ábyrgð á að mæla sér mót við umsjónarkennarann til að gera áætlun um námskeiðaval og áherslur í námi.

Við inntöku í meistaranám er einkum tekið mið af:

 • Einkunnum úr BS námi í hjúkrunarfræði
 • Greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir markmiðum sínum með náminu með sérstakri áherslu á fyrirhugað rannsóknarverkefni


MS-nám í ljósmóðurfræðum**
Umsóknarfrestur í meistaranám er á vorin til 15. apríl og á haustin til 15. október.

Til að innritast í meistaranám í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild þarf nemandi að hafa lokið kandídatsprófi í ljósmóðurfræði frá Háskóla Íslands eða öðru samsvarandi prófi, með að lágmarki fyrstu einkunn (7.25) í aðaleinkunn. Heimilt er að víkja frá reglunni um lágmarkseinkunn hafi umsækjandi t.d. sýnt fram á námshæfni og/eða hæfni í sjálfstæðum rannsóknum. Hafi nemandi lokið ljósmóðurfræðiprófi annars staðar frá getur hann sótt um mat á námsferli til inngöngu í meistaranámið.

Viðbótargögn með rafrænni umsókn eru:

 • Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS og/eða kandídatsprófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír)
 • Náms- og starfsferilskrá (.pdf format)
 • Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði)
 • Greinargerð um námsmarkmið

ATH: Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð.

**Tekin verður upp breytt námskrá í ljósmóðurfræði haustið 2019Þá mun kantídatsnám í ljósmóðurfræði falla niður, í staðinn mun námi í ljósmóðurfræði ljúka með meistaragráðu til starfsréttinda.Til að geta sótt um nám í ljósmóðurfræði samkvæmt breyttri námsskrá munu umsækjendur þurfa að hafa lokið ákveðnum námskeiðum í hjúkrunarfræði sem flokkast undir valnámskeið á fjórða ári. Frekari útfærslur á fyrirhuguðum breytingum verða kynntar síðar.

 

Viðbótardiplómanám
Gerð er krafa um að umsækjandur hafi lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði (með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn) eða samsvarandi prófi og sé handhafi hjúkrunarleyfis á Íslandi. Umsækjendur um diplómanám þurfa að búa yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu. 

Viðbótargögn með rafrænni umsókn eru:

 • Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír)
 • Náms- og starfsferilskrá (.pdf format)
 • Nöfn tveggja umsagnaraðila (reitur á rafrænu umsóknareyðublaði)
 • Greinargerð um námsmarkmið
   

ATH: Fylgiskjölum á pappír skal komið til nemendaskrár, Háskólatorgi, 3. hæð.
 

Þverfræðilegt viðbótardiplóma í kynfræði
Umsóknarfrestur í diplómanám í kynfræði er til 15. apríl á vorönn og á haustönn til 15. október.

Til að innritast í diplómanám í kynfræði þarf að hafa lokið B.S., B.A., B.Ed. prófi eða öðru háskólanámi sem metið er jafngilt fyrsta háskólaprófi. Lágmarkseinkunn skal vera 7,25. Námsstjórnin metur próf frá öðrum skólum en Háskóla Íslands.

Námið er ætlað fagfólki innan heilbrigðis-, uppeldis- og félagsvísinda, s.s. félagsfræðingum, félagsráðgjöfum, guðfræðingum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, kynjafræðingum, læknum, mannfræðingum og sálfræðingum.

Viðbótargögn með rafrænni umsókn eru:

 • Prófskírteini/einkunnir (gildir ekki um umsækjendur sem lokið hafa prófi frá HÍ). Þeir sem hafa lokið BS prófi frá öðrum háskóla verða að skila inn staðfestu afriti af prófskírteini (stimplað og á pappír)
 • Náms- og starfsferilskrá CV
 • Greinargerð um markmið með náminu

Sjá nánari upplýsingar um þverfræðilegt nám í kynfræði hér.

 

Doktorsnám
Umsækjendur þurfa að hafa lokið MS-próf í hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði eða sambærilegu MS/MA prófi frá viðurkenndum rannsóknarháskóla.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is