Háskóli Íslands

Algengar spurningar

Hvað þarf ég að gera til að geta innritast í BS-nám í hjúkrunarfræði?
Hvaða bakgrunn þarf ég að hafa til að hefja nám í hjúkrunarfræði?
Hvernig get ég undirbúið mig undir BS-nám í hjúkrunarfræði?
Fullnægir nám frá Háskólabrú Keilis inntökuskilyrðum Hjúkrunarfræðideildar?
Er hægt að hefja nám í hjúkrunarfræði á vormisseri?
Hversu langt er BS-nám í hjúkrunarfræði?
Hvenær eru stundaskrár birtar?

Hvað þarf ég að gera til að geta innritast í BS-nám í hjúkrunarfræði?
Allir þeir sem áhuga hafa á að hefja BS nám í hjúkrunarfræði þurfa að taka aðgangspróf (A-próf). Fjöldatakmörkun er við deildina og í janúar ár hvert liggur fyrir hver leyfilegur fjöldi stúdenta er fyrir komandi haustmisseri, sjá nánar í reglum Háskóla Íslands varðandi inntöku nemenda

Hvað bakgrunn þarf ég að hafa til að hefja BS-nám í hjúkrunarfræði?
Til að hefja grunnnám við Hjúkrunarfræðideild skal stúdent hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Þá nægir lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) til inngöngu í Hjúkrunarfræðideild. Reglur um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands.

Undanþága frá formlegum inntökuskilyrðum um stúdentspróf gildir vegna skólaáranna 2015 - 2016 og 2016 - 2017. Umsækjandi um slíka undanþágu skal hafa lokið sjúkraliðanámi og jafnframt gilda eftirtalin skilyrði:

  • Lágmarksaldur 25 ár
  • 5 ára starfsreynsla sem sjúkraliði, í minnst 80% starfshlutfalli að meðaltali
  • Lágmark 9 einingar í ensku, 15 einingar í íslensku og 6 einingar í stærðfræði

Ábending til allra umsækjenda:
Hjúkrunarfræðin felur í sér náin samskipti og vinnu með fólki og leggur því áherslu á greinar sem auka skilning nemenda á manninum, eiginleikum hans og starfsemi. Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 er: 3. hæfniþrep í íslensku, ensku og stærðfræði. Auk þess er mælt með því að stúdent hafi lokið 10 ein á 3. þrepi í efnafræði og/eða stærðfræði og 5 ein á 3. þrepi í líffræði. Þeim sem ekki hafa góða undirstöðu í efnafræði er bent á námskeiðið Aðfaranám í almennri efnafræði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands sem alla jafna er haldið í ágústmánuði. Að auki er góður undirbúningur í ensku mikilvægur þar sem nánast allt lesefni er á ensku.

Hvernig get ég undirbúið mig undir BS nám í hjúkrunarfræði?
Æskilegur undirbúningur samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 er: 3. hæfniþrep í íslensku, ensku og stærðfræði. Auk þess er mælt með því að stúdent hafi lokið 10 ein á 3. þrepi í efnafræði og/eða stærðfræði og 5 ein á 3. þrepi í líffræði. Þeim sem ekki hafa góða undirstöðu í efnafræði er bent á námskeiðið Aðfaranám í almennri efnafræði hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands sem alla jafna er haldið í ágústmánuði. Rétt er að benda á að nánast allt lesefni er á ensku svo góð kunnátta í ensku kemur sér vel.

Fullnægir nám frá Háskólabrú Keilis inntökuskilyrðum hjúkrunarfræðideildar?
Já lokapróf frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú) nægir til inngöngu í Hjúkrunarfræðideild. Sjá nánar í reglum um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands.

Er hægt að byrja nám til BS gráðu í hjúkrunarfræði á vormisseri?
Nei, ekki er hægt að hefja grunnnám í hjúkrunarfræði á vormisseri. Nám í hjúkrunarfræði er einungis hægt að hefja á haustmisseri að undangengnum inntökuprófum (A-próf)

Hversu langt er BS-nám í hjúkrunarfræði?
Nám til BS gráðu í hjúkrunarfræði tekur fjögur ár. Skipulag námsins er með þeim hætti að nemendur eru sífellt að byggja ofan á þekkingu frá fyrri misserum. Í ýmsum námskeiðum eru forkröfur og þurfa nemendur að hafa lokið námskeiðum sem eru nauðsynlegur undirbúningur til að geta skráð sig í þau námskeið. 

Hvenær eru stundaskrár birtar?
Stundaskrárdrög haustmisseris eru gjarnan sett á vef hjúkrunarfræðideildar um miðjan júní. Endanlegar útgáfur stundaskráa eru síðan birtar í lok ágúst og eftir það má ekki færa til eða breyta tímum nema auglýsa það vel.

Stundaskrárdrög vormisseris eru gjarnan sett á vef hjúkrunarfræðideildar í byrjun desember. Endanlegar útgáfur stundaskráa eru síðan birtar í fyrstu viku janúar, rétt áður en kennsla hefst.

Hjúkrunarfræðideild birtir stundaskrár seinna en aðrar deildir Háskóla Íslands vegna þess að skipulag námsins er flóknara en þekkist í flestum öðrum deildum.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is