Skip to main content

Stjórnun Heilbrigðisvísindasviðs

Heilbrigðisvísindasvið er eitt fimm fræðasviða í Háskóla Íslands. Þar starfa yfir 300 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum tengdum kennslu, vísindum, þjónustu o.fl. 

Forseti Heilbrigðisvísindasviðs er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins. Hann fer með vald stjórnar sviðsins á milli funda og stjórnar daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga.