Háskóli Íslands

Ráðstefna doktorsnema

Árleg ráðstefna doktorsnema Heilbrigðisvísindasviðs (áður kallað doktorsdagur) verður haldin föstudaginn 24. mars 2017 kl. 9 – 17 á Landspítala, í Hringsal og Skásal.
Doktorsnemar Heilbrigðisvísindasviðs fá tækifæri til að kynna rannsóknir sínar. Allir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir. 
 

Hádegismálsstofa fyrir leiðbeinendur

Hádegismálstofa fyrir leiðbeinendur fer fram milli 12 og 13 á ráðstefnudaginn og boðið verður upp á léttar veitingar. Umræðuefnið verður: Lengd doktorsnáms við Heilbrigðisvísindasvið og mun Doktorsnámsnefnd sviðsins leiða umræðurnar. Niðurstöðurnar verða síðan kynntar á ráðstefnunni. 
 

Dagskrá

Smellið hér til þessa skoða dagskrá ráðstefnu doktorsnema 2017 (uppfærð 23 mars). Athugið að dagskráin er á ensku og ráðstefnan fer fram á ensku. 

Ágripabók

Öll ágrip sem kynnt eru ráðstefnunni eru gefin út í ágripabók. Skoða ágripabók ráðstefnu doktorsnema 2017.

Gagnlegar upplýsingar fyrir doktorsnema

Þátttaka í doktorsdeginum er skylda hjá nemendum við Læknadeild. Þátttaka nemenda við Matvæla og næringarfræðideild, Hjúkrunarfræðideild, Tannlæknadeild, Lyfjafræðideild og Sálfræðideild er valfrjáls. Allir doktorsnemar eru hins vegar hvattir til að nýta tækifærið til að koma fram og greina frá rannsóknum sínum. Einnig eru leiðbeinendur eindregið hvattir til að mæta og fylgjast með framvindu verkefna eigin doktorsnema og annarra sem vinna að fjölbreyttum verkefnum á Heilbrigðisvísindasviði.  
 
Ekki skiptir máli hversu langt verkefnið er komið, þeir sem eru á fyrstu stigum náms kynna rannsóknaráætlun sína, aðrir geta kynnt nýlegar niðurstöður.
Ráðstefnan fer fram á ensku.
 
Skilafrestur ágripa er þriðjudagurinn 7. febrúar 2017.
 
Öll ágrip skulu vera á ensku, 200-250 orð og vera sett upp sem hér segir:
  • Titill erindis
  • Nafn nemanda
  • Nöfn leiðbeinanda og annarra samstarfsmanna
  • Stofnanir nemanda, leiðbeinanda og annarra samstarfsmanna
  • Ágrip (200-250 orð)
  • Arial 12 pt. letri, línubil 1
 
Þetta skal allt komast fyrir á einni A4 síðu. Ágripum skal hlaða inn á skráningarsíðunni, leyfilegar skrárgerðir eru .doc, .docx,. Ráðstefnunni verður skipt í flokka eftir efni erinda eftir því sem hægt er. Erindi skulu vera á ensku, 10 mínútur í erindi og 5 mínútur í umræður.
 
Doktorsnámsnefnd Heilbrigðisvísindasviðs fer yfir innsend ágrip.
 

Doktorsdagur fyrri ára

2015
2014
2013
2012
2011

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is