Háskóli Íslands

Erfðafræðinefnd Háskóla Íslands

Erfðafræðinefnd Háskóla Íslands er rannsókna- og þjónustustofnun sem starfrækt er af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og Landspítalanum. Stofnunin heyrir undir Heilbrigðisvísindasvið og er meðal annars vettvangur þverfaglegs samstarfs á sviði erfðafræði.

Erfðafræðinefnd Háskóla Íslands tímabilið 2014 - 2017 skipa:

Jón Jóhannes Jónsson, prófessor, tilnefndur af Heilbrigðisvísindasviði
Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor, tilnefnd af Heilbrigðisvísindasviði
Inga Reynisdóttir, forstöðumaður á frumulíffræðieiningu, rannsóknastofu í meinafræði, tilnefnd af Landspítala
Magnús Gottfreðsson, prófessor og yfirlæknir vísindadeildar, tilnefndur af Landspítala
Skúli Guðmundsson, lögfræðingur, tilnefndur af Þjóðskrá
Vilhjálmur Árnason, prófessor, tilnefndur af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands
Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor, tilnefnd af Landlæknisembætti

Hlutverk erfðafræðinefndar er m.a.:

a) að efla erfafræðilegar rannsóknir sem unnið er að við Háskóla Íslands, Landspítalann og víðar,
b) að varðveita og reka gagnabanka nefndarinnar um ættfræði,
c) að sinna þjónustuverkefnum á sviði ætt- og erfðafræði, þar með talið erfðaráðgjöf,
d) að stuðla að sterkum tengslum innan og utan háskólans við atvinnu- og þjóðlíf.

Sjá nánar í reglum um erfðafræðinefnd Háskóla Íslands, nr. 1021-2009

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is