Háskóli Íslands

Nám

Námsleiðir í Hagfræðideild

Nám við Hagfræðideild er góður grunnur, hvort sem er fyrir atvinnulíf eða sérhæft framhaldsnám.
Markmið bæði BS og MS náms í Hagfræðideild er að veita nemendum góðan undirbúning í hagfræði, stærðfræði og hagrannsóknum, en gefa jafnframt möguleika á sérhæfingu í öðrum greinum sem falla að áformum nemenda um framtíðarnám og störf. Menntun í deildinni gagnast einstaklingum í hinum ýmsu atvinnugreinum; frá blaðamennsku til reksturs fyrirtækja, frá kennslu til starfa innan fjármálafyrirtækja, frá rannsóknum til opinberrar stjórnsýslu.

Grunnnám
Nemendur sem hafa áhuga á að læra hagfræði geta valið um BS nám í hagfræði sem er 180 einingar eða BA nám í hagfræði sem er 120 einingar ásamt 60 eininga aukagrein en þar læra nemendur aðra námsgrein samhliða hagfræði.

Kjörsviðin í BS náminu eru hagfræði, fjármálahagfræði og viðskiptahagfræði.

Nýtt Skipulag grunnnáms í Hagfræðideild fyrir nýnema haust 2017

Framhaldsnám

Í MS námi í hagfræði er boðið upp á tvær MS námsleiðir, fjármálahagfræði og MFin í fjármálum. Boðið er upp á diplómanám í fjármálahagfræði.

Menntun framhaldsskólakennara (MFK)
Menntun framhaldsskólakennara er þverfræðilegt samvinnuverkefni allra sviða Háskóla Íslands um menntun framhaldsskólakennara.
Fyrirspurnum um námið má beina á netfangið mfk@hi.is.

Doktorsnám Ph.D.
Deildin býður upp á doktorsnám sem lýkur með Ph.D. gráðu. Doktorsnám í Hagfræðideild byggir að mestu á sjálfstæðum rannsóknum nemanda undir handleiðslu kennara.

Skiptinám
Nemendum í Hagfræðideild stendur til boða að taka hluta af námi sínu við erlenda háskóla og fá það metið til eininga heima fyrir að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í kennsluskrá eru nánari upplýsingar um umsóknarferlið.

Athugið að námssamningi þarf að skila til alþjóðafulltrúa Hagfræðideildar, Mörtu B Helgadóttur (mbh@hi.is)  eigi síðar en 15. febrúar ár hvert vegna skiptináms í Evrópu en 10. janúar ár hvert vegna skiptináms utan Evrópu.

Skrifstofa alþjóðasamskipta hefur umsjón með nemendaskiptum og aðstoðar nemendur við umsóknir um skiptinám. Skrifstofan er til húsa í Háskólatorgi.
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is