Háskóli Íslands

Húsnæði og aðstaða

Skrifstofa deildarinnar er á 1.h. í Gimli /Sæmundargötu.


Skrifstofa Hagfræðideildar er opin:
Mánudaga til föstudaga kl. 10.00 - 12.00 og 13.00 - 15.30
Sími: 525 4500
Netfang: vidoghag@hi.is
Bréfasími: 552 6806

Skrifstofur kennara Hagfræðideildar eru á 3.h. í Odda v/Sturlugötu.

Háskólatorgið og Gimli hafa gerbreytt starfsaðstöðu Hagfræðideildar Háskóla Íslands og aðbúnaði nemenda deildarinnar.

Í Háskólatorginu og Gimli er frábær vinnuaðstaða fyrir nemendur í nánu samneyti við kennara. Í byggingunni eru m.a. fyrirlestrasalir, kennslustofur, tölvuver með yfir 130 tölvur og lesrými er fyrir meistaranema. Í Háskólatorgi er einnig þjónusta við nemendur svo sem Bóksala stúdenta, Námsráðgjöf, Nemendaskrá og Alþjóðaskrifstofa. Í Háskólatorgi er einnig Háma, ný stórglæsileg veitingasala og kaffibar til afnota fyrir nemendur jafnt sem starfsfólk Háskóla Íslands.

 


 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is