Háskóli Íslands

Algengar spurningar

Hvar og hvenær á ég að skrá mig í nám?
Umsóknarfrestur um framhaldsnám rennur út 15. apríl, en um grunnnám 5. júní. Allar umsóknir eru rafrænar.

Hvenær byrjar kennslan?
Sjá upplýsingar í kennslualmanaki.

Er skylda að sækja tíma?
Meginreglan er sú að tímasókn sé frjáls. Þó er oft gerð krafa um tímasókn í námskeiðum þar sem kennslan byggist að hluta á framlagi nemenda, s.s. umræðu- og verkefnatímum. Upplýsingar um slíkt er að finna í kennsluskrá.

Hvert sný ég mér með fyrirspurnir um inntökuskilyrði, mat á námi, námsskipan o.þ.h.?
Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar til að fá nánari upplýsingar um nám. Sjá upplýsingar um starfsfólk Hugvísindasviðs.

Hvert sný ég mér með fyrirspurnir um skiptinám?
Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um skiptinám. Sjá upplýsingar um starfsfólk Hugvísindasviðs.

Hvert sný ég mér með fyrirspurnir um námsval, úrræði vegna fötlunar og sérþarfa o.þ.h.?
Til Náms- og starfsráðgjafar Háskólans.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is