Skip to main content
7. október 2016

Viðskiptafræðideild tekur þátt í Global Work Design

""

Rannsóknarhópur innan Viðskiptafræðideilar Háskóla Íslands er að hefja þátttöku í alþjóðlegu rannsóknarverkni sem ber heitið Alþjóðleg starfshönnun (Global Work Design).

Rannsóknin nær til 43 landa og er skipulögð af mannauðsstjórnunarhópi innan samtakanna Academy of Management, sem eru stærstu samtök um stjórnunar- og leiðtogafræði í heiminum.

Rannsóknin felst í því að senda spurningalista á ólíka faghópa (stjórnendur, verkfræðinga, hjúkrunarfræðinga, kennara og almennt starfsfólk) með það að markmiði að fá fram viðhorf þeirra til starfsánægju, sjálfstæði í starfi og fleiri þætti starfshönnunar. Með því að bera saman viðhorf milli landa fæst fram hvort þjóðmenning móti viðhorf faghópa til starfshönnunar og starfsánægju.

Íslenska rannsóknarhópinn skipa þau Ásta Dís Óladóttir lektor, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent, Inga Mingelgate Snæbjörnsson nýdoktor, Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor og deildarforseti, Sigrún Gunnarsdóttir dósent og Svala Guðmundsdóttir dósent.

Ásta Dís Óladóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Svala Guðmundsdóttir, Inga Minelgaité Snæbjörnsson, Ingi Rúnar Eðvarðsson
Ásta Dís Óladóttir, Sigrún Gunnarsdóttir, Svala Guðmundsdóttir, Inga Minelgaité Snæbjörnsson, Ingi Rúnar Eðvarðsson