Skip to main content
6. október 2016

Viðbrögð við fjármálakreppunni og bankahruninu

Bókin Iceland’s Financial Crisis: The Politics of Blame, Protest, and Reconstruction kom nýlega út hjá Routledge-forlaginu. Ritstjórar eru Valur Ingimundarson, prófessor við Háskóla Íslands, Philippe Urfalino, prófessor við Ecole des Hautes Etudes en Sciences Sociales í París og Irma Erlingsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.

Bókin er þverfagleg og fjallar um pólitísk, efnahagsleg, félagsleg og lagaleg viðbrögð við fjármálakreppunni og bankahruninu árið 2008. Áhersla er lögð á aðferðir við að glíma við „fortíðarvanda“ og hugmyndir um samfélagslega „endurnýjun“. Bókinni er í skipt í þrjá hluta: Í fyrsta hlutanum er fjallað um efnahagshliðina með vísan í erlendar og innlendar orsakaskýringar; í öðrum hluta er sjónum beint að pólitískum, félagslegum og lagalegum þáttum. Í þriðja hlutanum er fjallað um stjórnarskrármálið sem tilviksrannsókn út frá ólíkum nálgunum og sjónarmiðum.

Kaflahöfundar eru: Gylfi Zoega, prófessor við HÍ, Jon Elster, prófessor við Columbia University, Björg Thorarensen, prófessor við HÍ, Guðrún Johnsen, lektor við HÍ, Pasquale Pasquino, prófessor við Centre National de la Recherche Scientifique – Raymond Aron Center for Sociological and Polit­ical Studies (CNRS) og New York University, Stefán Ólafsson, prófessor við HÍ, Anna Soffía Víkingsdóttir, framhaldsnemi við HÍ, Emmanuel Brunet-Jailly, prófessor við University of Victoria, Vilhjálmur Árnason, prófessor við HÍ, Valur Ingimundarson, prófessor við HÍ, Þorvaldur Gylfason, prófessor við HÍ, Salvör Nordal, lektor við HÍ, Jón Gunnar Bernburg, prófessor við HÍ, Helga Hallgrímsdóttir, dósent við University of Victoria, og Jón Ólafsson, prófessor við HÍ.

Irma Erlingsdóttir og Valur Ingimundarson.
Irma Erlingsdóttir og Valur Ingimundarson.