Skip to main content
6. apríl 2017

Útgáfa bókarinnar Security in a Small Nation

""

Föstudaginn 28. apríl heldur Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands, fyrirlestur í Queen Mary University í London. Fyrirlesturinn ber heitið „New small states, Brexit and seeking shelter“ og er hann haldinn í tilefni af útgáfu bókarinnar Security in a Small Nation: Scotland, Democracy, Politics.

Áhugasamir geta fengið frekari upplýsingar um viðburðinn og skráð sig hér

Bókin Security in a Small Nation: Scotland, Democracy, Politics veitir lesendum fræðandi greiningu á pólitískum þáttum öryggis. Greinahöfundar fjalla um fjölda tengdra málefna en í bókinni er meðal annars fjallað um alþjóðlegan samanburð, bandalög þjóða, svæðisbundið samstarf, hryðjuverk og fjölmiðlaumfjöllun.

Baldur Þórhallsson skrifaði ásamt Alyson J. K. Bailes kaflann „Do Small States Need ‘Alliance Shelter’? Scotland and the Nordic Nations“. Markmið kaflans er að kanna hvernig Skotland sem hugsanlega sjálfstætt ríki myndi dafna ef miðað er við núverandi smáríki og þann lærdóm sem draga má af Norðurlöndunum. Í kaflanum er því haldið fram að sem sjálfstætt ríki þyrfti Skotland á utanaðkomandi skjóli að halda líkt og önnur smáríki.

Bókina er hægt að sækja frítt hér

Baldur Þórhallsson