Skip to main content
26. júní 2015

Tvö úr Hagfræðideild í Viðskiptablaðinu

Þorkell Hólm Eyjólfsson sem var að ljúka BS í hagfræði með ágætiseinkunn og Sandra Björk Ævarsdóttir sem var að ljúka MS í fjármálahagfræði voru bæði fengin í viðtal hjá Viðskiptablaðinu þann 25. júní í tengslum við lokaritgerðir sínar við deildina.

BS ritgerð Þorkells heitir „Kostnaður og ábati ríkissjóðs við endurreisnina.“ Í ritgerðinni kemur m.a. fram að auk tekna sem ríkissjóður hefur haft af bönkunum sem hlut- og kröfuhafi, þá hafa beinar skatttekjur vegna bankanna einnig verið umtalsverðar.

Nánar má lesa um efni ritgerðarinnar hér: http://hdl.handle.net/1946/21455

Leiðbeinendur Þorkells voru þeir Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson.

MS ritgerð Söndru Bjarkar heitir „Áhrif birtingar verðmats á hlutabréfaverð.“ Viðfangsefni ritgerðarinnar var virðismat greiningardeilda. Meðal þess sem fram kemur í ritgerðinni er að verðmat sem kemur í kjölfar neikvæðra frétta og atburða í rekstri félaga hafi meiri áhrif á hlutabréfaverð en verðmat sem byggist á jákvæðum fréttum.

Nánar má lesa um efni ritgerðarinnar hér: http://hdl.handle.net/1946/21447

Leiðbeinandi Söndru var Hersir Sigurgeirsson.