Skip to main content
19. maí 2015

Tveir styrkir á sviði alþjóðamála

""

Rannsóknasetrið EDDA auglýsir opið fyrir umsóknir um tvo rannsóknarstyrki.

Annar styrkurinn verður veittur doktorsnema eða nýdoktor til að vinna að rannsóknarverkefni á sviði þróunar-, átaka og/eða öryggismála. Verkefni umsækjenda skal falla undir rannsóknasvið 3, þema 5 í rannsóknaáætlun EDDU sem spannar m.a. rannsóknir á sviði þróunarmála, átaka og borgaralegra og hernaðarlegra öryggismála.  

Hinn styrkurinn  verður veittur doktorsnema eða nýdoktor til að vinna að rannsóknaverkefni á sviði norðurslóða. Verkefni umsækjanda skal falla undir rannsóknasvið 3, þema 6 í rannsóknaáætlun EDDU og fjalla um eitt eða fleiri eftirtalinna viðfangsefna: stjórnmál, stjórnarhætti (e. governance), (ó)jafnrétti, ferðamennsku, þéttbýlismyndun og innviði, lífsskilyrði, sögu og minni, kyn, þverþjóðleika, mannréttindi, réttindi minnihlutahópa, öryggismál, umhverfismál.  

Styrkurinn er veittur til eins árs með möguleika á framlengingu. Rannsakendurnir verða hluti af rannsóknateymi EDDU og munu taka þátt í að þróa rannsóknasviðið og efla tengslanet setursins við fræðimenn og stofnanir.

Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi á síðustu fimm árum eða vera á lokastigum doktorsnáms á sviði sem tengist beint rannsóknasviði EDDU sem lýst er hér að ofan. Jafnframt skulu umsækjendur hafa mjög gott vald á ritun texta á ensku. 

Umsóknarfrestur er til og með 15. júní 2015. 

Nánari upplýsingar um hæfniskröfur og umsóknarferli má finna á vef EDDU.

""
""